Espresso Martni er fullkominn fyrir þreytta partýpinna

Espresso-martini er afar vinsæll um allan heim.
Espresso-martini er afar vinsæll um allan heim. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jónas Heiðarr Guðnason er einn færasti barþjónn landsins en hann keppti nýverið fyrir íslands hönd á einu virtasta barþjónamóti heims, World Class-mótinuJónas starfar á Apótekinu og hristi fyrir okkur einn vinsælasta kokteil landsins en hann inniheldur sterkt kaffi og hentar því vel fyrir þreytta partýpinna eða þá sem vilja sameina kokteil og kaffi eftir mat. Algjört sælgæti!

Athugið að sykursíróp er í raun bara sykur og vatn í jöfnum hlutföllum og soðið niður.

Vanilla Espresso Martini

30 ml Vanilla-vodka (eda venjulegur)
20 ml Kalúha (eda annar kaffilíkjör)
20 ml butterscotch-líkjör (ekki til alls staðar, annars bara 10 ml af sykursírópi)
1 espresso eđa mjög sterkt kaffi 

Jónas er afar lunkinn með hristarann.
Jónas er afar lunkinn með hristarann. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is