Virkilega góð súkkulaðikaka sem þarf ekki að baka

Þessi elska er kannski ekki mikið fyrir augað en góð ...
Þessi elska er kannski ekki mikið fyrir augað en góð var hún. Virkilega góð! mbl.is/TM

Þessi kaka varð viklega ljót og ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg viss um að bera hana á borð í matarboði sem ég var með fyrir skemmstu. Ég ákvað þó að játa mig sigraða og skella ómyndinni á borðið og það því betur fer því herlegheitin voru alveg afskaplega góð og fengur sér allir fleiri en eina sneið! Útlit er nefnilega ekki allt.

Botn

1 bolli valhnetur
1 bolli pekanhnetur
1 bolli möndlur
1 1/2 bolli döðlur, steinlausar

1 1/2 bolli rúsínur

6 msk. kakó
2 msk. möndlumjólk
2 tsk. vanilludropar
Salt á hnífsoddi

Krem:
300 ml rjómi
100 g dökkt súkkulaði 
2 msk. kakó
10 dropar karamellustevía eða 1 msk. döðlusíróp.

Aðferð

Látið allar hneturnar í matvinnsluvél og blandið vel saman eða þar til þetta er orðið eins og gróft mjöl. 

Bætið afgangi af hráefnunum í blandarann og blandið þar til þetta er orðið að deigkúlu.

Mótið kökuna í sílíkonform með því að þrýsta deiginu niður og upp á barmana.

Setjið botninn í frysti á meðan fyllingin er útbúin.

Þeytið rjómann. Bræðið súkkulaðið og hellið saman við og bætið stevíudropunum við og kakóinu og hrærið saman.

Setjið kremið sem er í raun eins og súkkulaðifrauð – ofan á kökuna og skreytið með ferskum berjum og kakói.
mbl.is