Má setja majónes í kaffið?

AFP

Smjörlatte þykir afskaplega magnaður drykkur og svo virðist sem íþróttafréttamaður nokkur hafi aðeins ruglast þegar hann kom fram með þá játningu á Twitter að hann hefði einu sinni notað majónes í staðinn fyrir mjólk og það hefði ekki verið alslæmt.

Færslan hefur flogið um alnetið enda elska allir að hafa skoðun á kaffi og hvað þú setur út í það. Smjör þykir djarft en majónes þykir hreinasta flónska ef marka má viðbrögð Twitter-notenda.

Þess má jafnframt geta að majónes á nákvæmlega ekkert skilt við mjólk enda búið til úr eggjum og olíu... þar hafið þið það.

Hér kemur játning Jim Salisbury sem öllu fjaðrafokinu olli.
Hér kemur játning Jim Salisbury sem öllu fjaðrafokinu olli. mbl.is/Twitter
Viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa. mbl.is/Twitter
mbl.is/Twitter
mbl.is/Twitter
mbl.is/Twitter
mbl.is/Twitter
mbl.is