Er vatnsbrúsinn þinn að mygla?

Vatnsbrúsar með munnstykki likt og sést hér fá oft ekki …
Vatnsbrúsar með munnstykki likt og sést hér fá oft ekki rétt þrif. Það virkar vel að láta munnstykkið liggja í ediki og vatni yfir nótt. mbl.is/

Það varð uppi fótur og fit um daginn þar sem ég sat ásamt nokkrum vinkonum mínum eftir æfingu og í ljós kom að ein var með hálfmyglaðan brúsa. Það er að segja hún notaði hann aðeins undir vatn og var því ekki að þrífa hann reglulega heldur við og við – eins og ansi margir. Um er að ræða brúsa með plaststykki sem bitið er í bil að drekka en það stykki var orðið ansi grunsamlegt. En hvernig á að þrífa slíka brúsa?

Nr. 1 Hversu oft? Í raun er vatnsbrúsi ekkert öðruvísi en glas og þú myndir þrífa það í lok hvers dags eða notkunar ekki satt? Svo í lok hversdags skal þrífa brúsann.

Nr 2. Hvernig? Marga brúsa má setja í uppþvottavél en þó skal gæta að því að taka þá í sundur svo hver hluti fái þvott. Ef ekki er notast við slíka vél er best að þrífa brúsann með volgu vatni, sápu og bursta.

Nr 3. Hvernig losna ég við vonda lykt? Mælt er með að setja 2-3 msk. af ediki í brúsann og fylla svo upp með vatni og láta brúsann standa í nokkra klukkutíma eða yfir nótt og skola hann svo vel. Edikið vinnur vel á óhreinindum og vondri lykt. Það sama á við um munnstykkið. Ef það virkar ekki má nota matarsóda og láta stykkið liggja í matarsóta yfir nótt og skrúbba það svo með volgu vatni daginn eftir. Edik og matarsódi losar um vonda lykt og vinnur vel gegn myglu og almennum viðbjóði.

Og nei, edikið mun ekki skilja eftir vont bragð sé brúsinn og munnstykkið skolað nægilega vel. Þess fyrir utan er edik hollt og vatnslosandi!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert