Uppselt á gamlárskvöld

Atli Þór Erlendsson yfirkokkur.
Atli Þór Erlendsson yfirkokkur. Eggert Jóhannesson
<span><span>„Það er allt orðið fullt hjá okkur á gamlárskvöld,“ segir Atli Þór Erlendsson, yfirkokkur á Út í bláinn. Út í bláinn er nýr veitingastaður á efstu hæð Perlunnar og er rekið af sömu aðilum og eiga Kaffitár en á efstu hæðinni má einnig finna nýtt og glæsilegt</span><span> </span><span>kaffihús</span><span> Kaffitárs. </span></span>

.

<span><span>Atli Þór, sem er fyrrverandi kokkalandsliðsmaður og hefur meðal annars stýrt eldhúsi Grillsins á Hótel Sögu segir að um miðjan ágúst hafi fyrirspurnum farið að rigna inn og allt fyllst fljótlega: „Jólin eru líka farin að bókast mikið hjá okkur og dagsetningar orðnar þéttar og þá aðallega í kringum mánaðamótin nóvember og desember,“ segir Atli Þór og bætir við: „Um áramótin verðum við með klassískan hátíðarmat, reyktan og grafinn lax og grafna gæs svo dæmi séu tekin. Og í desert bjóðum við upp á kaffi</span><span> </span><span>Crème brûlée</span><span> </span><span>sem er við hæfi enda með Kaffitár á sömu hæð,“ segir Atli Þór. </span></span>

.

<span><span>Atli Þór segir Út í bláinn vera nútímalegan veitingastað í bístróstíl sem leggi mikið upp úr einfaldleika og ferskum hráefnum: „Við reynum að vinna eins mikið með fersk íslensk hráefni og þær hefðir sem við eigum í okkar matargerð. Það má segja að við tökum það besta úr hefðunum og reynum jafnframt að vekja upp nostalgíutilfinningu hjá gestum okkar,“ segir Atli Þór og tekur dæmi af matseðli sem eru grillaðar kótilettur sem eru kryddaðar með blóðbergi sem gætu minnt á útilegu í íslensku sumarkvöldi. Og hvað ætli sé svo vinsælast? „Þorskurinn. Við eldum hann á klassískan hátt sem er gufusoðning. Þannig kemst hann í beina snertingu við gufuna og nær mjög nákvæmu hitastigi og eldast fullkomlega. Síðan berum við hann fram á einfaldan hátt og með honum er smjörsósa úr hvítvíni og smjöri sem gerir hann algjörlega geggjaðan,“ segir Atli Þór. </span></span>

.

<span><span>Spurður hvað sé skemmtilegast við vinnudaginn stendur ekki á svarinu: „Þegar ég stend í eldhúsinu sé ég allan hringinn út um gluggana. Ég held að það séu ekki mörg eldhús á landinu eða í heiminum með viðlíka útsýni og hjá okkur. Ekki skemmir heldur fyrir að maður er í góðri snertingu við náttúruna og þá birtuna sem er mjög gott fyrir skapandi starf eins og að elda,“ segir Atli Þór að lokum.</span></span>

.

<span><span>Út í bláinn er opið allan daginn og þar er hægt að koma í bröns, hádegisverð, kvöldverð eða bara kaffibolla eða vínglas eftir vinnu</span></span>

.

Veitingastaðurinn er hinn glæsilegasti.
Veitingastaðurinn er hinn glæsilegasti. Eggert Jóhannesson
Hvolfþak Perlunnar nýtur sín vel.
Hvolfþak Perlunnar nýtur sín vel. Eggert Jóhannesson
„Við reynum að vinna eins mikið með fersk íslensk hráefni …
„Við reynum að vinna eins mikið með fersk íslensk hráefni og þær hefðir sem við eigum í okkar matargerð. Það má segja að við tökum það besta úr hefðunum og reynum jafnframt að vekja upp nostalgíutilfinningu hjá gestum okkar,” segir Atli Þór. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert