Kyntröllið og matarstellið eftirsótta

Christian Bitz er með meistaragráðu í næringarfræði. Hann er ötull …
Christian Bitz er með meistaragráðu í næringarfræði. Hann er ötull talsmaður hollrar næringar í heimalandi sínu Danmörku. mbl.is/Bitz.com

Matarstell eru í raun ótrúlega mögnuð fyrirbæri og geta upphafið máltíð svo ekki sé meira sagt. Um þessar mundir virðist dökkblátt vera að víkja fyrir svörtu og dökkgráu en lengi vel var blátt það eina sem lekkerheitin leyfðu. 

Danska stellið frá Bitz hefur fengist hérlendis í tvö ár en varð skyndilega heitasta heitt. Skýringin er á huldu en fallegt er það. Stellið er einnig allt ofnvænt en það verður að teljast kostur að geta borið matinn fram í ofnföstu mótunum. Einnig þykir stellið sniðugt fyrir þær sakir að það er hannað með það í huga að vera margnota. Kaffikrúsirnar henta vel undir sósu og eftirrétti sem dæmi en margir kannast við að vera með allt of mikið leirtau í skápunum.

Matarstellið er afar vinsælt víða í Skandinavíu en hönnuður þess, Christian Bitz, er þekktur næringarfræðingur, sjónvarpsstjarna, fyrirsæta og hönnuður. Bitz starfar sem rannsóknarstjóri við Herlev and Gentofte-spítalann og er ákaflega eftirsóttur fyrirlesari. Já hann er líka sendiherra Rauða krossins og hefur gefið út 8 metsölubækur. Bara venjulegur maður sum sé! Ekki nema von að stellið hans sé vel heppnað.

Bitz er selt hérlendis meðal annars í Borð fyrir 2 …
Bitz er selt hérlendis meðal annars í Borð fyrir 2 og Snúrunni. mbl.is/Bitz.com
Fallegra verður það vart.
Fallegra verður það vart. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bitz-stellið kemur í svörtu og dökkgráu og er matt að …
Bitz-stellið kemur í svörtu og dökkgráu og er matt að hluta til. mbl.is/Bitz
Gylltu hnífapörinn eru einnig frá Bitz.
Gylltu hnífapörinn eru einnig frá Bitz. mbl.is/Bitz.com
Matur myndast einstaklega vel á dökku stellinu sem er vinsælt …
Matur myndast einstaklega vel á dökku stellinu sem er vinsælt meðal matarbloggara. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ekkert að þessu lúkki!
Ekkert að þessu lúkki! mbl.is/Bitz.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert