Vinningsuppskriftirnar

Karamellan, stökku kringlurnar og saltið stíga einhvern guðdómlegan dans í ...
Karamellan, stökku kringlurnar og saltið stíga einhvern guðdómlegan dans í þessu gúmmelaði. mbl.is/TM

Við á matarvefnum efndum til sérlegrar meðlætiskeppni hér í höfuðstöðvum Morgunblaðsins. Öllum starfsmönnum var kleift að taka þátt og vegleg verðlaun voru í boði. Með gúmmelaðinu pöntuðum við svo pop-up kaffihús frá Kaffitári sem vakti mikla lukku.

Hér kemur ein af vinningsuppskriftunum en þessi er ákaflega góð en á næstu dögum mun gúmmelaði starfsmanna birtast hér á síðunni! Uppskriftin er frá matarbloggi Berglindar Guðmunds, grgs.is, en sú sem kom með nammibitana segist halda sérstaklega mikið upp á þessa uppskrift.

Nammibitar með karamellu og saltkringlum

350 g suðusúkkulaði
230 g saltkringlur
300 g Dumle-karamellur
sjávarsalt

Setjið smjörpappír á ofnplötu. Bræðið helminginn af suðusúkkulaðinu. Hellið á smjörpappírinn og dreifið úr því. Setjið saltkringlurnar strax yfir súkkulaðið og þrýstið lauslega niður. Mér finnst gott að láta vel af þeim. Bræðið karamellurnar ásamt 2 msk. af vatni og hrærið vel saman. Hellið síðan yfir saltkringlurnar. Bræðið hinn helminginn af súkkulaðinu og hellið yfir karamellurnar. Stráið sjávarsalti yfir og frystið í nokkrar mínútur eða þar til þetta er farið að harðna. Brjótið eða skerið í bita.
Vinnings-uppskriftirnar munu birtast ein af annarri á næstu dögum.
Vinnings-uppskriftirnar munu birtast ein af annarri á næstu dögum. mbl.is/TM
Í mallann með þessa og það strax!
Í mallann með þessa og það strax! mbl.is/TM
mbl.is