Morgunbomba meistarans

Kremað og búðingskennt gúmmelaði. Það má vel setja mulið granóla ...
Kremað og búðingskennt gúmmelaði. Það má vel setja mulið granóla í botninn á fallegu glasi og búðinginn ofan á. mbl.is/TM

Þessi uppskrift hentar vel sem gourmet-morgunmatur eða sem eftirréttur. Skyrið gerir réttinn próteinríkan, berin koma með andoxunarefni og granóla með trefjar. Skyrbúðingur eins og þessi snilld kallast er ekki síður vinsæll sem eftirréttur og jafnvel með örlitlu döðlusírópi.

500 g vanilluskyr (ég nota Ísey án viðbætts sykurs)
250 g þeyttur rjómi
Ber 
Granóla

Hrærið skyrið í hrærivél. Slökkvið á vélinni og bætið þeyttum rjómanum saman við varlega með sleikju. Berið fram með granóla og berjum.

mbl.is/TM
mbl.is