Heimta neon-litina á ný

Mikill litamunur er á morgunkorninu eins og sést á þessari ...
Mikill litamunur er á morgunkorninu eins og sést á þessari mynd. mbl.is/General Mils

Það muna sjálfsagt flestir eftir gamla góða Trix-morgunkorninu sem var eins og regnbogi á sterum á litinn. Svo öflug voru litarefnin sem gáfu Trixinu lit að mörgum þótti nóg um. Fyrir tveimur árum fór framleiðandinn, General Mills, í gegnum almenna hollustuvæðingu og skipti þar með út neon-litunum fyrir mildari og hollari liti.

Salan stóð undir væntingum en engu að síður hefur verið tekin sú ákvörðun að skipta aftur um lit og setja nú gervi neon-litina í verslanir á ný. Talsmaður General Mills sagði að fyrirtækið hefði fundið fyrir miklum þrýstingi frá gallhörðum aðdáendum morgunkornsins og að „heilsuvæðingin í heiminum væri ekki jafnmikil og almennt væri talið“. Máli sínu til stuðnings benti hann á að 61% alþjóðlegra neytenda veldi hollar vörur fram yfir óhollar á meðan 50% Bandaríkjamanna veldu hollustuna fram yfir ósómann.

Það er því ljóst að Trix-arar geta tekið gleði sína á ný!

mbl.is