Bakaði í Blikagallanum

Gunnar er hæfileikaríkur í eldhúsinu.
Gunnar er hæfileikaríkur í eldhúsinu. mbl.is/Svava Gunnars

Sonur Svövu Gunnars á ljufmeti.com hefur ekki langt að sækja hæfileika sína í eldhúsinu. Svava deildi á dögunum þessari ljúffengu uppskrift sem sonur hennar bakaði og kallast Dutch Baby en Dutch Baby er stór loftkennd pönnukaka sem borin er fram með alls konar gúmmelaði. 

Gunnar tók sig til eftir leik um daginn og bjó til Dutch Baby. Hann hefur eflaust verið svangur og legið lífið á að koma matnum á borðið því ég sé að hann er enn í keppnistreyjunni við baksturinn. Þetta vakti slíka lukku að það var barist um síðustu bitana. Megahittari!!“ segir Svava í færslu sinni.

Dutch Baby – uppskrift fyrir 2-3

  • 3 stór egg
  • 2/3 bolli nýmjólk
  • 2 msk. sykur
  • 1/2 tsk. salt
  • 1/2 tsk. vanilludropar
  • 1/2 bolli hveiti
  • 1 msk. smjör
  • Tillögur að meðlæti: flórsykur, hlynsíróp, fersk ber, Nutella, sítrónusafi eða smjör.

Setjið 25 cm steypujárnspönnu (eða eldfast mót) í miðjan ofn og hitið í 230°.

Setjið eggin í rúmgóða skál og hrærið þar til þau eru létt og ljós, um 2 mínútur. Bætið mjólk, sykri, salti og vanilludropum saman við og hrærið saman. Sigtið hveiti út í blönduna og hrærið þar til hefur blandast saman (passið að hræra ekki of lengi). Látið deigið standa í 5-10 mínútur.

Takið pönnuna varlega úr ofninum, setjið smjörið í hana og látið bráðna. Hallið pönnunni til hliðanna svo smjörið dreifist um hana. Hellið deiginu í heita pönnuna og setjið hana aftur í ofninn (passið að loka ofninum snögglega svo að ofninn missi sem minnstan hita við þetta). Bakið í 15 mínútur eða þar til hliðarnar hafa blásið upp og pönnukakan er orðin fallega gyllt á litinn. Takið úr ofninum, stráið smá flórsykri yfir og berið strax fram.

Hættu nú alveg hvað þetta er girnilegt!
Hættu nú alveg hvað þetta er girnilegt! mbl.is/Svava Gunnars
Pönnukakan áður en hún fær fyllinguna.
Pönnukakan áður en hún fær fyllinguna. mbl.is/Svava Gunnars
Gunnar er efnilegur á vellinum með Breiðabliki og í eldhúsinu ...
Gunnar er efnilegur á vellinum með Breiðabliki og í eldhúsinu með pönnuna. mbl.is/Svava Gunnars
mbl.is