Djúsí borgari frá Júlíu

Fallegur og hollur.
Fallegur og hollur. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

Júlía markþjálfi hefur breytt lífi fjölda manns með ráðleggingum sínum um matarræði og lífstíl. Þessa dagana fer Júlía að hefja fjögurra mánaða þjálfun sem ber neitið Nýtt líf - ný þú Nýtt líf og Ný þú þjálfun þar sem hún hjálpar fólki sem á annríkt að breyta um lífsstíl til hins betra og fá meiri orku. Segir hún lykilinn í breyttum lífsstíl vera að taka aðeins skref fyrir skref og passa að mataræðið sé fljótlegt og seðji bragðlaukana. Geta áhugasamir sótt upplýsingar um námskeið Júlíu og lært um helstu fæðu sem hún mælir með fyrir meiri orku og minni sykurlöngun ásamt uppskriftum í ókeypis leiðarvísi sem hægt er að nálgast hér

Um þessa girnilegu uppskrift segir Júlía:

„Um daginn fékk ég svo svakalega löngun í burger og kokteilsósu að ég ákvað ég að gera smá tilraun og bjó til holla „kokteilsósu“. Ég verð bara að segja að ég varð sko ekki svikin! Fyrir bestu útkomuna reynið að velja breið og flott eggaldin! Hann er sannarlega rausnarlegur og eitthvað sem allir sælkerar kunna vel að meta.

Syndsamlega girnilegur borgari.
Syndsamlega girnilegur borgari. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir

 

Djúsí vegan burger með „kokteilsósu“ og sætkartöflufrönskum

Egggaldin (brauðið)

1 tsk. Eðalkrydd frá pottagöldum

1 tsk. ólífuolía

2-4 sveppir (kjötið)

1 tsk. balsamik-edik

1 tsk. ólífuolía

1/2 tsk. hlynsíróp/kókospálmanektar

1 tómatsneið

rauðlaukur skorinn í hringi

rauð papríka, skorin í strimla

„Kokteilsósa“

2 msk. lífræn tómatsósa

2 msk. kasjúhnetudressing frá Lifðu til fulls bókinni eða vegan-majóness

örlítið chillimauk (val)

Sætkartöflu- og nípufranskar

1 sæt kartafla

1 nípa

1 tsk. reykt paprikukrydd

1 tsk. Eðalkrydd frá pottagöldum

Aðferð:

Hitið grillið.

Skerið sætkartöflu og nípu í strimla og sjóðið í saltvatni í 2-3 mín. eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Setjið franskarnar á grillbakka og penslið með kryddi og olíu.

Skerið eggaldin í þykkar sneiðar. Leggið á disk og penslið með kryddi og olífuolíu. Skerið sveppi í þunnar sneiðar og veltið upp úr balsamik-ediki og olífuolíu. Setjið á grillbakka eða álpappír með götum.

Grillið sætkartöflur og nípur í 15-20 mín. eða þar til eldaðar og snúið við einu sinni. Grillið sveppi og eggaldin í 10 mín. Eggaldin er sett beint á grillið og snúið við eftir 5 mín.

Berið borgarann fram með því að setja eggaldinsneið á disk, smyrjið með kokteilsósunni, bætið við tómatsneið, sveppum, rauðlauk, papriku og toppið með annarri eggaldinsneið. Njótið!

Mér þykir best að borða borgarann með hníf og gaffli en þar sem eggaldin molnar síður eins og venjulegt brauð má alveg borða hann eins og hefðbundinn borgara!

Ekkert hjartaáfall falið í þessum borgara.
Ekkert hjartaáfall falið í þessum borgara. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
Júlía Magnúsdóttir á ferðalagi í Taílandi í sumar.
Júlía Magnúsdóttir á ferðalagi í Taílandi í sumar. mbl.is/Júlía Magnúsdóttir
mbl.is