Dásamlega bleikur og bragðgóður morgunverður

mbl.is/Tinna Björt Photography

Rauðrófur eru stútfullar af andoxunarefnum og taldar bæta hormónajafnvægi ásamt því að lækka blóðþrýsting og draga úr bólgum. Uppskriftin er eftir Júlíu heilsumarkþjálfa og heldur hún úti heimasíðunni lifdutilfulls.is. Er hún að hefja námskeiðið Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun. Með því hjálpar hún einstaklingum að skapa sér lífsstíl sem gefur orku, vellíðan og sátt í eigin skinni. 

Byrjar hún ávallt námskeið sín með því að hópurinn fer í gegnum matarhreinsun til að koma líkamanum í betra stand áður en hafist er handa við lífsstílsbreytinguna. Gefur hún hér eins dags matarskipulag í hreinsun ókeypis sem fylgir matseðli og innkaupalista.

Hér gefur að líta girnilega uppskrift frá henni sem bætir, hressir og kætir.

Bleik hindberjaskál

Þar sem októbermánuður er mánuður bleiku slaufunnar í baráttunni gegn krabbameini hjá konum er skálin vel við hæfi!

  • 1 dós kókosmjólk, eða 400 ml
  • ½ bolli hindber 
  • 2 tsk. rauðrófuduft
  • ¼ tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • 3 msk. chiafræ, lögð í bleyti yfir nótt

Byrjið á að leggja chiafræ í bleyti í 10 mínútur eða yfir nótt. Setjið allt í blandara fyrir utan chiafræin og hrærið þar til áferðin er orðin bleik og rjómakennd. Bætið chiafræjunum út í og hrærið. Setjið í tvær krukkur og geymið í kæli eða berið fram í skál, skreytið með hindberjum eða öðrum berjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert