Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu

Hér gefur að líta huggulega hópmynd af afrekum námskeiðsins. Mín …
Hér gefur að líta huggulega hópmynd af afrekum námskeiðsins. Mín kaka er í forgrunni. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Eitt af því sem mér hefur þótt skemmtilegast að gera þegar enginn sér til er að horfa á ameríska kökuþætti þar sem þátttakendur keppast við að skapa kökuskúlptúra sem sprengja flesta skala. Í gegnum tíðina hef ég reynt að leika þetta eftir en oftast með arfaslöppum árangri þrátt fyrir mikla viðleitni. Smjörkrem hefur iðulega skilið hjá mér (sem á ekki að vera hægt) og án þess að orðlengja neitt frekar um það þá eru þær oftast frekar misheppnaðar.

Sjá frétt mbl.is: Hamfarakaka sem setti Vesturbæinn á hliðina

Í ljósi þessa alls er ekkert skrítið þótt ég hafi fylgst með Berglindi Hreiðarsdóttur inn á gotteri.is af mikilli aðdáun og birt reglulega fréttir af afrekum hennar enda er aðdáun mín afskaplega einlæg.

Þegar hún bauð mér að koma á námskeið til sín kom ekki annað til greina en að mæta og á fjórum klukkustundum síðastliðinn laugardag breyttist líf mitt til frambúðar. Þar voru samankomnar konur (enginn kall!) sem allar útskrifuðust með meirapróf í kökufræðum sem við munum nýta okkur óspart í framtíðinni.

Þegar komið var að því að skreyta átti ég dáldið erfitt með mig. Ég ákvað samt að fara í brúnleita og gyllta tóna því þeir minna á súkkulaði og eru afskaplega listaukandi. Mín kaka þurfti á því að halda þar sem ætlunin var að mæta með hana í matarboð daginn eftir. Engu að síður var fólkið mitt svo brennt af fyrri bökstrum mínum að dóttir mín tilkynnti mér (eftir að hafa starað á kökuna í forundran og spurt hvort ég hefði í alvörunni bakað hana) að kakan væri voða fín en hún hefði ekki list á henni. Blessað barnið var að vonum hvekkt eftir laxableiku póní-kökuna sem ég bakaði handa henni í júlí en viti menn... hún smakkaði að lokum og átti ekki orð yfir hversu ljúffeng hún var.

Heilt yfir litið er ég að elska kökuskreytingaræðið sem virðist ríkja og mæli hiklaust með þessu frábæra námskeiði hjá Berglindi sem er mögnuð. Og til vina og ættingja segi ég: Biðjið - og ég mun baka!

Byrjað var á því að saga botnana í tvennt.
Byrjað var á því að saga botnana í tvennt. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hér er verið að loka kökunni. Allir mjög einbeittir.
Hér er verið að loka kökunni. Allir mjög einbeittir. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hér má sjá undirritaða afskaplega einbeitta við að búa til …
Hér má sjá undirritaða afskaplega einbeitta við að búa til marmaraáferðina. Hér er sem sagt búið að setja saman kökuna, loka henni, hjúpa með kremi og skreyta með marmaraáferði. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Falleg marmaraáferð.
Falleg marmaraáferð. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hópurinn skemmti sér vel og hér má sjá að kökugerðin …
Hópurinn skemmti sér vel og hér má sjá að kökugerðin er langt komin. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Margar kökurnar voru í bleika þemanu sem er sívinsælt.
Margar kökurnar voru í bleika þemanu sem er sívinsælt. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Ímyndunaraflið nýtt til hins ítrasta.
Ímyndunaraflið nýtt til hins ítrasta. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Þvílík fegurð....
Þvílík fegurð.... mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hver kaka var einstök en allar voru þær rosalegar.
Hver kaka var einstök en allar voru þær rosalegar. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hvenær verður Íslandsmótið haldið?
Hvenær verður Íslandsmótið haldið? mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Boðið var upp á endalaust úrval af skreytingum.
Boðið var upp á endalaust úrval af skreytingum. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Svo var kennt hvernig átti að láta leka niður með …
Svo var kennt hvernig átti að láta leka niður með hliðunum en það er mikil kúnst. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Kennt var hvernig átti að búa til marmaraáferð á kökun …
Kennt var hvernig átti að búa til marmaraáferð á kökun sjálfa. Hver þátttakandi valdi sína liti. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Blátt og brúnt þema hér.
Blátt og brúnt þema hér. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Kakan mín - eins og sjá má fór ég aðeins …
Kakan mín - eins og sjá má fór ég aðeins offari í skreytingum en það hafa allir skilning á því. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Drottningin mín mætti í matarboð daginn eftir og veislugestir féllu …
Drottningin mín mætti í matarboð daginn eftir og veislugestir féllu í yfirlið. Setti mynd af henni á Instagram og fékk atvinnutilboð í þremur heimsálfum. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hópmynd af hnallþórunum.
Hópmynd af hnallþórunum. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Hin eina sanna Berglind Hreiðarsdóttir.
Hin eina sanna Berglind Hreiðarsdóttir. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Góða hrærivél þarf þegar bakaðar eru 14 kökur á einu …
Góða hrærivél þarf þegar bakaðar eru 14 kökur á einu eftirmiðdegi en Berglind var búin að baka alla botnana. Hver þáttakandi fékk þrá sem skornir voru í tvennt þannig að kökurnar voru sex laga. mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert