Vandræðalega gott og einfalt pestó

Hið fullkomna pestó - hér sýnt með heimagerðu pasta.
Hið fullkomna pestó - hér sýnt með heimagerðu pasta. Ásdís Ásgeirsdóttir
Pestó er eitt það besta og einfaldasta sem hægt er að gera. Endalaus afbrigði eru til en þessi uppskrift er eins ítölsk og hugsast getur. Það er Ásdís Ásgeirsdóttir sem á heiðurinn að uppskriftinni sem kemur beint frá hjarta Ítalíu og bragðast eins og maður ímyndar sér að hið fullkomna pestó eigi að bragðast.
Vandræðalega gott og einfalt pestó
  • 1 búnt basillauf
  • hálft hvítlauksrif, skorið
  • 70 g rifinn parmesan-ostur
  • 20 g furuhnetur
  • ólífuolía, ca 2 msk. eða eftir þörfum
  • örlítið salt ef þurfa þykir

Aðferð:

Blandið öllu saman í matvinnsluvél. Setjið meiri olíu ef ykkur finnst það of þykkt.

Pestó er gott út á allt pasta, pítsur og brauð og má nota með bæði kjöt-, fisk- og grænmetisréttum. Oft þarf ekki nema örlítið til að bragðbæta rétti.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »