Breytti nafninu sínu í Jórvíkur te

Nathan Yorkshire Tea Garner.
Nathan Yorkshire Tea Garner. mbl.is/Twitter

Menn eru misjafnlega elskir að tei en Nathan Garner slær sjálfsagt öll met því hann lét breyta nafni sínu á dögunum og bæta við nafninu á því sem hann elskar heitar en allt: Yorkshire te.

Garner hér fyrir nafnabreytinguna Nathan Derek Garner en heitir núna Nathan Yorkshire Tea Garner. Flestir hefðu sjálfsagt látið sér nægja að húðflúra nafnið á sig en Garner ætlar greinilega með út fyrir gröf og dauða enda mun nafnið prýða legstein hans þegar þar að kemur.

Garner sagði í viðtali að hann hefði byrjað að drekka Yorkshire te einungis 12 ára gamall. Þetta hefði verið uppáhalds drykkur afa hans og væri einnig hans uppáhaldsdrykkur. Hann drykki um tuttugu bolla á dag og vildi helst ekkert annað. Flestir dýrkuðu hluti eins og fótbolta en ekki hann... hann dýrkaði te.

Hér má sjá Garner með vottorðið sem staðfestir nafnabreytinguna.
Hér má sjá Garner með vottorðið sem staðfestir nafnabreytinguna. mbl.is/Twitter
mbl.is