Sjoppan fær frábærar viðtökur

Elías Guðmundsson eigandi Fisherman.
Elías Guðmundsson eigandi Fisherman. Eggert Jóhannesson

Nýjasta viðbótin í veitingaflóru borgarinnar er fiskisjoppan Fisherman eins og hún er kölluð. Ekki eru allir með á hreinu hvað felst í orðinu fiskisjoppa en það er í raun sáraeinfalt. Þú velur þér þinn fisk, þitt meðlæti og þína sósu - færð salat frítt með - og ræður hvort þú eldar sjálfur heima eða borðar á staðnum. Nokkurs konar bland í poka fyrir lengra komna.

Fisherman hefur verið starfrækt á Suðureyri í 16 ár, sem veitingastaður, kaffihús og hótel. Sá rekstur hefur þó undið upp á sig og má segja að Fisherman sérhæfi sig í svokölluðum upplifunartúrisma á mat en það eru dagsferðir vinsælastar.

Elías Guðmundsson er maðurinn á bak við Fisherman og okkur lék forvitni á að vita hvað hann væri að vilja suður yfir heiðar.

„Reksturinn fyrir vestan er, eins og gefur að skilja, ansi árstíðabundinn og var því farið að ræða hvað hægt væri að gera sunnan heiða. Hugmyndin af fiskisjoppunni kviknaði þegar verið var að leita að heppilegu húsnæði fyrir vinnslueldhús en Fisherman selur rétti í Hagkaup. Þegar við fundum svo húsnæðið á Hagamel fæddist svo hugmyndin,“ segir Elías en hún felur í raun í sér samnýtingu vinnslueldhússins og veitingastaðar/sjoppu með snjöllum hætti. Boðið eru upp fjölda sérrétta eins og humarrúllur, plokkfisksamloku og fiskisúpu en síðan er hægt að velja. Þá velur kúnninn sér sinn fisk, sitt meðlæti og sína sósu. Þannig klæðskerasníður hann máltíðina að eigin óskum en máltíðin kostar 1.990 krónur og fyltir salat með öllum máltíðum.

„Viðtökurnar hafa verið frábærar og greinilegt að það er mikil stemning í Vesturbænum, segir Elías um móttökur nágrannanna sem hafa verið afbragðs góðar.

Fisherman er opinn mánudaga til laugardaga frá 11.00 til 20.00.

Fisherman er sérlega vel heppnuð og viðtökurnar hafa verið góðar.
Fisherman er sérlega vel heppnuð og viðtökurnar hafa verið góðar. Eggert Jóhannesson
Dásamlega girnilegt og bragðgott.
Dásamlega girnilegt og bragðgott. Eggert Jóhannesson
Borðum meiri fisk.
Borðum meiri fisk. Eggert Jóhannesson
Hægt er að kaupa ýmsar vörur hjá Fisherman - þar …
Hægt er að kaupa ýmsar vörur hjá Fisherman - þar á meðal harðfisk. Eggert Jóhannesson
Plokkfisksamlokan er einn af sérréttum Fisherman og nýtur mikilla vinsælda.
Plokkfisksamlokan er einn af sérréttum Fisherman og nýtur mikilla vinsælda. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert