Humarpasta skartgripadrottningarinnar

Íris er afrekskona í eldhúsinu líkt og í viðskiptalífinu.
Íris er afrekskona í eldhúsinu líkt og í viðskiptalífinu. mbl.is7Samsett

Íris Björk Tanya Jónsdóttir skartgripahönnuður og eigandi Vera design kann að njóta lífsins. Hún elskar kampavín, guðdómlegt skart og góðan mat. Á dögunum deildi hún mynd á samfélagsmiðlum af veislu sem hún útbjó handa kærastanum og við á Matarvefnum urðum að fá uppskriftina. Anans og humar er nefnilega tvenna sem hljómar virkilega vel! (Uss Guðni!)

„Af því að ég bulla alltaf uppskriftir þá er þetta sirka svona," segir Íris aðspurð um herleg heitin.

2 sneiðar ferskur ananas
Lúka af fersku kóríander
Lúka af ferskri steinselju
2 hvítlauksgeirar og 1 til að steikja humarinn
1 box kirsuberjatómatar
1 dl þurrt hvítvín
6-8 stórir humarhalar
sítrónuspaghetti i pakka (eða venjuleg spaghetti og sítrónuolía)
1 bolli parmesanostur
1 bolli smjör - já 1 bolli! (geymið 3 msk til að steikja humarinn upp úr) 
1 dós tómatpaste með kryddjurtum frá Hunts

Saxa niður hvítlauk, steinselju og kóríander.
Tómatarnir eru skornir í tvennt og steiktir upp úr smjörinu og skeljum af 3 humarhölum í um 5 mínútur. Anansinn er skorinn í litla bita og fer út á pönnuna.

Tómatpaste, hvítvín og 1 bolli af vatni fer út á pönnuna. Kryddið með salti og sítrónupipar og látið sjóða niður í um 15-20 mínútur við lágan hita.

Sjóðið svo pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og steikið humarinn upp úr hvítlaukssmjöri (3 msk af smjöri og eitth vítlauskri, saxað.)

Setjið pastað á fat, humarinn út í sósuna og hellið yfir. Íris mæli með að bea pastað fram með súrdeigsbrauði og trufflusmjöri og auðvitað fullt af parmesan.

Trufflusmjör Írisar:
1 bolli smjör
1 tsk truffluolía
2 msk rjómi
-  þeytt í sirka 2-3 mín eða þangað til að smjörið er flöffí!

Íris og sambýlismaður hennar Wilhelm Norfjörð festu nýlega kaup á …
Íris og sambýlismaður hennar Wilhelm Norfjörð festu nýlega kaup á fallegu húsi á Arnarnesi en eldhúsið þar er draumur svo Írisi er engin vorkunn af því að athafna sig þar með unaðslegt útsýni. mbl.is/
Vera Design er ákaflega vinsælt merki og meðal mest seldu …
Vera Design er ákaflega vinsælt merki og meðal mest seldu skartgripana í flugvélum Icelandair. mbl.is/
mbl.is