Gómsætir súrdeigs-kanelsnúðar Arons

Snúðarnir eru sérdeilis girnilegir á að líta.
Snúðarnir eru sérdeilis girnilegir á að líta. mbl.is/Aron Birkir Guðmundsson

Aron Birkir Guðmundsson er matgæðingur og forritari sem býr í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni. Í hjáverkum heldur hann úti uppskriftasíðu þar sem hann birtir reglulega uppskriftir að því sem hann er að bauka í eldhúsinu.

Hann segist hafa haft áhuga á matargerð frá því að hann var 12-13 ára gamall en þá byrjaði hann á að baka pizzur í sérstökum ofni sem hann noti enn þann dag í dag. Hann bakar súrdeigsbrauð minnst einu sinni í viku. Súrinn sem hann notar sé sjö ára gamall en fyrir þá sem ekki eru með súrdeigsgerð á hreinu er hægt að lesa allt um það hér.

„Núna er ég aðeins að detta inn í Barbecue dellu, það er að segja langeldað á kolagrilli. Þá reykir maður kjöt á kolagrilli í 4-8 tíma eftir því hvernig bita maður er með. Það tekur til dæmis um átta tíma að reykja pulled pork,“ segir Aron en hér að neðan gefur að líta uppskrift að kanilsnúðum sem hann bakaði í tilefni þess að Svíar héldu snúðadaginn hátíðlegan.
Guðdómlegir kanilsnúðar
  • 700 gr. hveiti
  • 100 gr. hrásykur (eða bara sykur)
  • 10 gr. salt
  • 3.5 dl nýmjólk
  • 1 egg
  • 40-80 gr. súrdeig (eða bara 30 gr. ferskt ger / 3 tsk. þurrger)
  • 100 gr. ósaltað smjör (kalt)

Fylling

  • 250 gr. smjör (stofuheitt)
  • 100 gr. sykur (gott að nota hrásykur)
  • 20-25 gr. kanill
  • Sykurhúð
  • 1 dl vatn
  • 110 gr. hrásykur
Deig 1
  1. Hræra saman þurrefnum í hrærivélaskál.
  2. Velgja mjólk í ca. 38°C og setja egg og súrdeig/ger út í og blanda vel.
  3. Hella vökvanum saman við þurrefni og blanda með deigkrók í nokkrar mínútur.
  4. Láta hvíla í 30 mínútur.
  5. Taka smjör og banka það niður með kökukefli þar til örþunnt og leggja svo ofan á deig og hræra saman við. Gæti þurft að strá örlitlu hveiti við til að deigið losni frá.
  6. Láta hefast þar til tvöfaldast, ca. 1 klst. með geri, ca. 8-10 tímar með súrdeigi.
Fylling
  1. Hræra saman smjöri sykri og kanil í skál þannig að hægt sé að smyrja því létt á deigið.
Snúðagerð
  1. Fletja deigið út ca. 1 cm þykkt, kannski að stærð eins og ein stór bökunarplata.
  2. Smyrja fyllingunni á 2/3 hluta deigsins.
  3. Brjóta hlutann sem ekki fékk neina fyllingu yfir miðjuhlutann og svo síðasta þriðjunginn yfir miðjuna.
  4. Fletja létt út renninginn og skipta niður í mjóa renninga ca. 3-4 cm á breidd (ca 18 stk.).
  5. Teygja hvern renning og snúa upp á meðan vafinn utan um tvo fingur þar til endinn sem eftir er getur teygst yfir snúðinn og endað undir honum (sjá myndband).
  6. Leggja á bökunarplötu og úða létt með vatni.
  7. Láta hefast þar til snúðarnir hafa tvöfaldast (ca. 40 - 60 mín.).
  8. Baka við 200°C í ca. 12 mínútur eða þar til ljósbrúnir.
  9. Pennsla með sykurlegi þegar teknir út úr ofninum.
Aron er mjög hrifinn af þessum ofni og notar hann …
Aron er mjög hrifinn af þessum ofni og notar hann til að baka pizzur. mbl.is/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert