Girnilegasta grænmetislasagna allra tíma

mbl.is/Delish

Það er fáránlega auðvelt og bragðgott og ekki spillir fyrir að það er talsvert hollt enda vita allir að spínat gerir okkur bara gott. Í uppskriftinni er upprunalega kveðið á um frosið spínat en þar sem við höfum töluvert góðan aðgang að fersku spínati mælum við að sjálfsögðu með því. Osturinn er svo lykilatriði hér og frekar að vera rífleg en hitt. 

Flóknara er það ekki… njótið vel!

Girnilegasta grænmetislasagna allra tíma
Uppskriftin er fengin frá hinni geysivinsælu síðu delish.com

 • 1 pakki lasagna-plötur
 • 1 stór laukur, saxaður
 • 3 hvítlauksgeirar, maukaðir
 • sjávarsalt
 • ferskur nýmalaður svartur pipar
 • 1 msk. oregano-krydd
 • 2 pakkar af frosnu eða fersku spínati
 • 750 ml ricotta ostur
 • 1 stórt egg
 • 1/2 bolli parmesan-ostur
 • 1/2 tsk. kanill
 • 3 bollar mozzarella-ostar
 • 500 ml marinara-sósa
 • Fersk söxuð steinselja (til skrauts)

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 175 gráður.
 2. Á stórri pönnu skuluð þið hita olíu. Þegar pannan er orðin nokkuð heit skal steikja
 3. lauk og hvítlauk. Kryddið með salti, pipar og oregano. Setjið spínatið saman við þar til allt er vel blandað saman.
 4. Í stórri skál skal blanda saman ricotta-ostinum, eggi, parmesan-ostinum og krydda með kanil, salti og pipar.
 5. Takið stórt eldfast mót og byrjið á því að leggja lasagna-plötur á botninn. Látið plöturnar frekar fara hver yfir aðra heldur en að það myndist glufur á milli þeirra.
 6. Setjið þunnt laga af marinara-sósu og setjið lag af spínatblöndunni og svo ricotta-blöndunni. Sáldrið mozzarella-osti yfir. Endurtakið þetta þar til allt hráefnið er komið og endið á mozzarella-ostinum.
 7. Setjið álpappír yfir og bakið í ofni í 45 mínútur.
 8. Takið þá álpappírinn af og bakið í 15 mínútur til viðbótar.
 9. Kælið í 10 mínútur og skreytið þá með steinselju og berið fram.
Auðvelt og girnilegt. Við biðjum ekki um meira.
Auðvelt og girnilegt. Við biðjum ekki um meira. mbl.is/Delish
mbl.is