Nýr veitingastaður opnar í Sjóminjasafninu

Í kvöld opnar nýr fiskistaður úti á Granda sem sérhæfir …
Í kvöld opnar nýr fiskistaður úti á Granda sem sérhæfir sig í hlaðborði af fiskipönnum. Staðurinn er í eigu Jóns Mýrdal og er í raun stóri bróðir veitingahússins Messans í Lækjargötu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jón Mýrdal er maðurinn á bak við hin geysivinsæla veitingastað Messann í Lækjargötu sem er að mati margra besti fiskistaður borgarinnar. Messinn er alla vega í miklu uppáhaldi hjá Hollywood-stjörnunni Ricky Gervais og er í sæti nr. 2 á ferðasíðunni Tripadvisor yfir bestu staði borgarinnar. Í dag/kvöld opnar Jón sinn annan stað undir nafninu og það í húsnæði Sjóminjasafnsins úti á Granda.

„Staðurinn er ekki alveg eins þótt hann heiti það sama,“ segir Jón um nýja staðinn. „Messinn úti á Granda býður upp  á sama fiskinn en á Grandanum er hlaðborð bæði í hádegi og á kvöldin. Við eigum erfitt með að taka á móti stórum hópum í Lækjargötu en á Grandanum getum við tekið hópa upp í 120 manns. Við teljum líka að það sé markaður fyrir stað með fiskihlaðborð,“ segir Jón sem sjálfur borðar fisk 3-5 sinnum í viku.
Messinn Granda mun því bjóða upp á sömu pönnur og á Lækjargötu en þar að auki verða nýjar uppskriftir prufukeyrðar á hlaðborðinu. 

Breytingarnar á húsnæðinu eru þó nokkrar en mikil skírskotun er í sjómannslífið og höfnina sem gestir geta horft út á, á meðan ferskur fiskurinn er snæddur. Axel Hallkell Jóhannesson „Langi-Seli“ hannaði staðinn í samstarfi við Jón en kýrauga og bronslituð ljós gefa staðnum skemmtilegt útlit sem minnir á skip en eins og þekkt er er Messinn vísun í messagutta sem er sá sem eldar um borð í skipi.

Fallegar ljósmyndir af skipum prýða staðinn.
Fallegar ljósmyndir af skipum prýða staðinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kýraugu eru hringlaga gluggar á bátum en þetta skemmtilega op …
Kýraugu eru hringlaga gluggar á bátum en þetta skemmtilega op er skírskotun til þess. mbl.is/Golli
Staðurinn rúmar yfir 100 manns.
Staðurinn rúmar yfir 100 manns. mbl.is/Kristinn Magnússon
Koparlituð ljósin koma vel út.
Koparlituð ljósin koma vel út. mbl.is/Kristinn Magnússon
Allir fiskréttirnir eru bornir fram í pönnum.
Allir fiskréttirnir eru bornir fram í pönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Útsýnið yfir höfnina er ákaflega skemmtilegt.
Útsýnið yfir höfnina er ákaflega skemmtilegt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert