Eldhúsið sem breytti lífi mínu

Þetta er svo fallegt...
Þetta er svo fallegt... mbl.is/Elle Decor

Sem mikill áhugamaður um innanhúshönnun og eldhús hef ég samviskusamlega keypt og safnað tímaritum á borð við Elle Decor. Oftar en ekki rekst ég á eitthvað sem fyllir mig andgift og endrum og eins rekst ég á eitthvað sem hreinlega breytir lífi mínu.

Þetta eldhús er nákvæmlega þannig. Eigandi þess er hin ofursvala og sænska Emma Persson, sem starfar sem hönnuður og stíllisti. Emma er rokkarafrú því eiginmaður hennar er Bengt Lagerberg sem margir kannast við enda trymbillinn í The Cardigans.

Eldhúsið er... fallegt. Græni liturinn er svo mikið æði að ég málaði mitt eigið eldhús og borðstofu í sambærilegum lit. Og ég fæ ekki nóg af honum enda smellapassar hann við húsið. Þetta segi ég með þeim fyrirvara að það passa ekki allir litir við öll hús en þessi er sérlega heppilegur fyrir gömul hús og rými.

Marmarinn... kom á daginn að hann er það heitasta heitt en það eru svona fimm ár síðan þessar myndir birtust upphaflega. Takið líka eftir því hvernig Emma blandar saman efri skápum og opnum hillum. Naumhyggjan er allsráðandi og myndin á veggnum passar einhvernveginn fullkomlega inn.

Allavega. Þetta er eldhúsið sem breytti mínu lífi og er enn þann dag með þeim fallegri sem ég hef séð.

Hversdagslegt en samt svo ofursvalt.
Hversdagslegt en samt svo ofursvalt. mbl.is/Elle Decor
Hillan fyrir ofan eldhúsbekkinn er sérlega nett.
Hillan fyrir ofan eldhúsbekkinn er sérlega nett. mbl.is/Elle Decor
Marmarinn setur punktinn yfir i-ið að gullkrananum ógleymdum.
Marmarinn setur punktinn yfir i-ið að gullkrananum ógleymdum. mbl.is/Elle Decor
Engar höldur eru á skápunum.
Engar höldur eru á skápunum. mbl.is/Elle Decor
Emma Persson og Bengt Lagerberg ásamt börnum sínum þremur.
Emma Persson og Bengt Lagerberg ásamt börnum sínum þremur. mbl.is/Elle Decor
mbl.is