Oreo-ostakaka með nýrri íslenskri vanillumjólk

Girnilegar ostakökur en skemmtilegt er að bera þær fram í …
Girnilegar ostakökur en skemmtilegt er að bera þær fram í glasi eins og hér sést. mbl.is/MS

Allir þeir sem hafa hárreytt sig yfir því að eiga ekki vanillubragðefni eða annað því um líkt þegar skella skal í þeyting geta nú tekið gleði sína því á næstu dögum er væntanleg í verslanir Vanillublanda sem er bragðbætt nýmjólk.

Blandan er með sætum vanillukeim og mun koma sér ansi vel á mörgum heimilum.

Hér erum við með uppskrift þar sem notast er við Vanillublönduna en það er matarbloggarinn Gígja S. Guðjónsdóttir sem á heiðurinn af henni.

<span><span><span><b>Vanilluostakaka með oreo-kexi</b></span></span></span> <em> </em> <em>Uppskrift fyrir 4-6</em>
 • 300 g rjómaostur
 • 1 pakki Royal-búðingur með vanillu
 • 400 ml Vanillublanda
 • 12 Oreo-kexkökur
 • Jarðarber og rjómi fyrir toppinn
<span><span><span>Aðferð:</span></span></span>
 1. Rjómaostinum og Vanillublöndunni er hrært saman í hrærivél. Næst fer búðingsduftið út í og hrært vel þar til allir kekkir eru farnir og blandan er orðin silkimjúk.
 2. Oreo-kex er mulið og kexið og ostakökublandan sett til skiptis í skál eða glas.
  K
  ökuna þarf að setja inn í ísskáp og kæla í minnst 30 mínútur áður en hún er borin fram.
 3. Desertinn er síðan hægt að skreyta að vild og t.d. er gott að nota þeyttan rjóma, jarðarber og mulið Oreo-kex.
Loksins er hægt að kaupa mjólk með vanillubragði en margir …
Loksins er hægt að kaupa mjólk með vanillubragði en margir hafa beðið spenntir eftir því. mbl.is/MS
mbl.is