Magnþrungin ostakaka með karamellusósu

Kakan er einstaklega girnileg eins og sjá má.
Kakan er einstaklega girnileg eins og sjá má. Kristinn Magnússon
Best er að baka kökuna daginn áður, segir matarbloggarinn Hanna Þóra á hanna.is en fallegast er þegar karamellusósan er sett á rétt áður en hún er borin fram. Guðrún í Seimei heldur mikið upp á þessa ljúffengu ostaköku sem slær alltaf í gegn.
Ostakaka með karamellusósu
Botn
 • 2 pakkar dökkt Oreo-kex
 • (taka kremið af og geyma)
 • 80 g smjör – brætt
Fylling
 • 400 g rjómaostur (Philadelphia) – við stofuhita
 • 2 dl sýrður rjómi – við stofuhita
 • 4 egg – við stofuhita
 • ½ tsk. salt
 • 2 tsk. vanillusykur
 • Kremið úr kexinu
 • 1 dl sykur

Til að toppa með:

Botn

 1. Kremið skafið af kexinu og sett til hliðar.Kexið er mulið í matvinnsluvél eða í mortéli.
 2. Smjör brætt og blandað saman við mulninginn. Bökunarpappír settur í botninn á 22-23 cm bökunarformi og mulningnum dreift jafnt á botn og hliðarnar. Best að nota fingurna til að þjappa mulningnum vel saman. Geymt í kæli á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling

 1. Ofninn hitaður í 160°C (yfir- og undirhiti). Rjómaostur, kremið úr kexinu, sykur og sýrður rjómi – hrært saman. Eggjum bætt við einu í einu og því næst vanillusykri. Allt hrært saman þar til blandan verður slétt og fín. Sett í bökuformið yfir kexmulninginn.
 2. Bakað í ofni í rúma klukkustund (u.þ.b. 65-70 mínútur) – gott að láta kökuna kólna á grind og síðan er hún sett inn í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Stundum myndast sprunga í kökuna en hana má fela með hnetumulningi og karamellusósunni.

Frábær karamellusósa

 • 2½ dl sykur
 • 1 dl vatn
 • 1½ dl rjómi eða matreiðslurjómi
 • ½ tsk. salt
 • 1 tsk. vanilluessens
 • Smjörklípa

Aðferð: 

 1. Blanda saman rjóma, salti og vanilluessens í skál/könnu. Sykur og vatn sett í pott – hrært saman. Hitað upp og haft á meðalhita – passa að láta ekki sjóða um of. Mikilvægt að hræra ekki í á meðan soðið er – tekur u.þ.b. 15-20 mínútur eða þangað til liturinn er orðinn gullinbrúnn.
 2. Ekki hefur gefið góða raun að stoppa suðuna og halda áfram síðar. Best að fylgjast vel með suðunni. Þegar sykurblandan er orðin gullinbrún er potturinn tekinn af hellunni og rjómablöndunni hellt í – þá getur myndast mikil suða – hræra rólega þar til blandan verður slétt. Má hafa á mjög lágum hita.
 3. Smjörklípa sett í karamellublönduna í lokin og blandað saman við.
 4. Ath.: Ekki hræra í sósunni á meðan sykurinn er að dökkna – mikilvægt að fylgjast vel með þegar hann byrjar að dökkna – það gerist hratt og sykurblandan má ekki verða of dökk.
 5. Karamella – hana má búa til daginn áður eða nokkrum dögum áður og geyma í krukku í kæli. Áður en hún er sett yfir kökuna er betra að velgja hana aðeins en samt ekki of mikið. Ef notuð er uppskriftin frábær karamellusósa nægir að nota hálfa uppskriftina.
 6. Hnetum stráð yfir hugsanlegar sprungur sem hafa myndast í kökunni. Karamellusósu hellt yfir og skreytt með jarðhnetum. Þegar kakan er geymd í kæli þarf ekki setja plast yfir hana.
 7. Kakan geymist vel í nokkra daga í kæli.
Hver gæti fúlsað við þessu góðgæti?
Hver gæti fúlsað við þessu góðgæti? Kristinn Magnússon
mbl.is