Steikurnar í Costco

Grinilegt...
Grinilegt... mbl.is/Anna Björk

Fólk hefur verið iðið við að dásama steikarúrvalið í Costco og þá ekki síst þá skurði sem í boði eru og gerðir. Flaksteik er þar á meðal en hún hefur verið vandfundin hér á landi og einungis fáanleg í Matbúrinu úti á Granda. 

Sjá frétt mbl.is: Flanksteik með leynikryddblöndu

Það er matarbloggarinn Anna Björk sem á heiðurinn af þessari uppskrift en hún er mikill flanksteikaraðdáandi. Hér deilir hún uppskrift og skotheldri aðferð til að matreiða steikina en galdurinn er að hvíla steikina vel til að missa ekki allan vökvann úr kjötinu. 

„Ég kolféll fyrir flanksteikunum, sem hægt er að kaupa í Costco. Þær taka marineringu mjög vel, eru meyrar og frabærar í alla staði. Það eina sem þarf að passa er að steikja þær ekki of lengi og leyfa þeim að hvílast eftir steikingu. Þessi uppskrift er byggð á uppskrift úr smiðju væntanlegs Íslandsvinar, Rachel Ray,“ segir Anna Björk á vesíðunni sinni sem hægt er að nálgast hér

Mikilvægt er að steikja flanksteikina alls ekki of mikið.
Mikilvægt er að steikja flanksteikina alls ekki of mikið. mbl.is/Anna Björk
Flanksteik að hætti Önnu Bjarkar
fyrir fjóra
  • 1 kg flankasteik
Marinering:
  • 3 hvítlauksrif, marin eða fín söxuð
  • 1 msk. Montreal steak seasoning, eða annað gott grillkrydd
  • 1 tsk. reykt paprika
  • 1/ tsk. cumin
  • 2 tsk. Shriracha-sósa
  • 1 msk. Worchestershire-sósa
  • 2 msk. rauðvínsedik
  • 1/3 bolli ólífuolía
Fylling í kartöflur:
  • 4 bökunarkartöflur, skornar eftir endilöngu í tvennt
  • 4 sneiðar bacon, skorið í bita
  • 1 stór, vel þroskaður tómatur, fræhreinaður og skorinn í bita
  • 3 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
Meðlæti:
  • 10% sýrður rjómi
Aðferð:
  1. Öllu sem á að fara í marineringuna er blandað saman í fat sem er nógu stórt fyrir steikurnar.  Þeim er velt upp úr marineringunni og látnar standa í lokuðu fatinu í nokkrar klst. (Ég geri þetta að morgni).  
Kartöflurnar:
  1. Ofninn er hitaður í 200°C.  Kartöflurnar eru skornar í tvennt og rispaðar djúpt í sárið með gaffli, nokkrum dropum af olíu og smá salti dreypt yfir sárið, bakaðar í um 40 mín. eða þar til þær eru mjúkar. 
  2. Á meðan er baconið steikt stökkt í smá olíu á pönnu, síðan er tómötum og vorlauk bætt á rétt í lokin. Kross er skorinn í kartöflurnar og fyllingin ásamt sýrðum rjóma, salti og nýmölum pipar, er sett ofan í eftir smekk hvers og eins.
Steikurnar:
  1. Grillið er hitað á mesta hitann (þarf að vera mjög heitt). Marineringin er skafin lauslega af steikunum. Steikurnar eru steiktar í 4-6 mín. á hvorri hlið eftir stærð steikanna, en alls ekki of lengi.
  2. Teknar af grillinu og settar á hreint fat með álpappír yfir í 2-3 mín.  Steikurnar eru svo skornar í þunnar sneiðar þvert á trefjarnar í kjötinu.
Hér má sjá marineringuna en fleiri myndir er hægt að …
Hér má sjá marineringuna en fleiri myndir er hægt að nálgast á heimasíðu Önnu Bjarkar. mbl.is/Anna Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert