Óvenjulegasti bröns borgarinnar hittir í mark

Djúsí morgunverður sem gaman er að prufa. Bláberjamímósan var þó …
Djúsí morgunverður sem gaman er að prufa. Bláberjamímósan var þó án efa stjarna dagsins! mbl.is/TM

Nafnlausi pítsastaðurinn, eins og veitingahúsið á Hverfisgötu 12 er gjarnan kallað, býður upp á ansi óvenjulegan bröns um helgar. „Brönsinum hefur verið tekið mjög vel, en það eru margir sem vita ekki að við erum með góðan bröns, því við erum ekki bara með pizzur, þótt það sé alltaf grunnurinn hjá okkur,“ segir Hinrik Carl Ellertsson, rekstrarstjóri staðarins.

Morgunverðarseðill staðarins er nokkuð frábrugðinn því sem tíðkast en þar er meðal annars að finna morgunverðarpítsu með salthnetum, baunum og skinku sem hentar vel til að deila, mismunandi og nokkuð framandi egg, og skinkuplatta að ógleymdum asískum kjúklingarétti sem nýtur mikilla vinsælda.

Hvernig kom til að þið enduðuð með asískan kjúkling á morgunverðarseðli? „Ég var á matarhátíð í Portland fyrr á árinu og fékk svipaðan rétt á stað þar, fannst hann framúrskarandi og ákvað að gera mína útgáfu af þessum rétti. Hann hefur svo margt, smá sterkur, samt ekki of, mjög saðsamur og er fullkominn í bröns,“ segir Hinrik en kjúklingurinn er borinn fram með steiktu eggi og kimchi og er einn vinsælasti rétturinn i brönsinum ásamt hafragraut með sveppum og grænkáli. „Gaman að bjóða upp á graut sem er frábrugðinn þessum hefðbundna sem Íslendingar þekkja svo vel.“

Asískur kjúklingaréttur sem gælir við bragðlaukana.
Asískur kjúklingaréttur sem gælir við bragðlaukana. mbl.is/TM

Spurður um verðlagningu segir Hinrik að flestir réttir séu undir 2.000 kr. „Einnig langar okkur að hvetja fólk til að panta nokkra rétti og deila því það er það sem maður á að gera í bröns. Einnig erum við með frítt fyrir börn.“

Hafragrautur Hverfisgötu 12  

200 gr. haframjöl
50 gr. steiktir sveppir
10 gr. grænkál
Salt og pipar
200 ml haframjólk 

Aðferð:
Lagaður eins og gamalsdags hafragrautur, haframjöl og haframjólk saman í pott og soðið þar til það er rétt þykkt, þá bætum við sveppum og grænkáli saman út í. Saltað og piprað. Jalapeno-sósa sett yfir

Jalapeno-sósa
magn eftir smekk

Jalapeño
Sojasósa
Limesafi
Olía

Allt sett í blandara og smakkað til.

Hafragrauturinn óvenjulegi og vinsæli. Grænkálið í réttinum ræktar staðurinn sjálfur …
Hafragrauturinn óvenjulegi og vinsæli. Grænkálið í réttinum ræktar staðurinn sjálfur í Seljahverfi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Yfirkokkurinn á Hverfisgötu 12 er Karin Schmitz sem er frá …
Yfirkokkurinn á Hverfisgötu 12 er Karin Schmitz sem er frá Þýskalandi. Sannkölluð galdrakona í eldhúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
„Á Hverfisgötu leggjum við okkur fram við að koma með …
„Á Hverfisgötu leggjum við okkur fram við að koma með rétti sem flestir kannast við en gera þá að okkar, eitthvað smá nýtt eða eitthvað twist á þeim,“ segir Hinrik. Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert