Einföld og góð eplakaka

Hvernig er hægt að standast þessa dásemd?
Hvernig er hægt að standast þessa dásemd? mbl.is/Hanna.is

Eplakökur eru eitt af þessum litlu atriðum lífsins sem skipta hreinlega miklu máli. Þið kannski áttið ykkur ekki á því fyrr en sá dagur rennur upp að þið smakkið vonda eplaköku. Það hefur nefnilega gerst og er ekki góð tilfinning. Þeim mun mikilvægara er fólk eins og matarbloggarinn Hanna sem á heiðurinn af þessari gamaldags og góðu eplakökuuppskrift en því skal haldið vandlega til haga að það er gamaldags gæðastimpill sem þýðir að uppskriftin eða aðferðin hefur staðist tímans tönn með glans. Hanna segir reyndar að Bára nokkur eigi heiðurinn en við gefum þeim báðum kredit og þökkum fyrir okkur. 

Gamaldags uppskriftir eru líka nauðsynlegar vegna nostalgíunnar sem þær vekja og minninganna sem vakna við það eitt að finna lyktina. En nóg um það og hér er komið að uppskriftinni en enn ítarlegri leiðbeiningar í myndformi er hægt að fá á matarblogginu hennar Hönnu – hanna.is. 

Einföld og góð eplakaka

  • 300 g smjör – við stofuhita
  • 300 g sykur
  • 3 egg
  • 300 g hveiti
  • 3 græn epli
  • 1½ tsk. lyftiduft
  • U.þ.b. ½ tsk. kanill – má sleppa

Aðferð: 

  1. Ofninn stilltur á 180°C (blástur)
  2. Sykur, smjör og egg þeytt vel saman
  3. Hveiti og lyftidufti blandað saman – hrært út í deigið
  4. Deigið sett í smelluform 25 – 26 cm með bökunarpappír í botninn
  5. Eplin flysjuð og rifin eða skorin í litla bita og dreift yfir deigið ásamt kanilnum
  6. Bakað í u.þ.b. 55 – 60 mínútur – gott að setja álpappír yfir þegar kominn er fallegur litur á kökuna svo að hún brenni ekki

Meðlæti

Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.

Geymsla

Kökuna þarf ekki að geyma í kæli – hún má gjarnan standa úti með lok yfir.

Þessi kaka er svo girnileg að það er ekki annað …
Þessi kaka er svo girnileg að það er ekki annað hægt en að baka hana. mbl.is/Hanna.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert