Ástrós kom, sá og sigraði

Ástrjós Guðjónsdóttir kom, sá og sigraði með piparsveinana sína.
Ástrjós Guðjónsdóttir kom, sá og sigraði með piparsveinana sína. mbl.is/úr einkasafni

Þeir þóttu sérlega huggulegir og girnilegir. Bragðgóðir voru þeir enda hafði skapari þeirra, Ástrós Guðjónsdóttir, mikla trú á þeim. Þeir færðu henni sigurinn í smákökusamkeppni KORNAX og glæsilega vinninga en keppnin í ár var sérlega hörð og mikið af frambærilegum kökum.

Sjá frétt mbl.is: Smkákökusamkeppnin sem þjóðin elskar

Aðspurð segir Ástrós að hugmyndin að kökunum hafi kviknað í hálfgerðri tilraunastarfsemi. „Ég var nýkomin heim til Íslands og piparkúlurnar frá Nóa voru nýkomnar á markað. Mér finnst þær æðislegar og fyrsta skrefið var karamellan sjálf. Síðan bætti ég við botninum og loks hjúpnum og úr varð þessi fína smákaka,“ segir Ástrós um það hvernig Piparsveinarnir urðu til.

Hún segir að sigurinn hafi vissulega komið á óvart en þó ekki þar sem hún hafi haft tröllatrú á Piparsveinunum. „Ég tók þátt í keppninni fyrir tveimur eða þremur árum og lenti þá í öðru sæti. Í þetta sinn fannst mér ég með betri kökur. Ég átti alls ekki von á að vinna en ég varð samt ekkert steinhissa,“ segir Ástrós en vinningarnir voru ekki af verri endanum og þegar Matarvefurinn náði tali af henni beið hún enn fregna af því hvernig KitchenAid-hrærivélin yrði á litinn - enda hafa flestir skoðun á því hvaða litur er fallegastur.

Matarvefurinn óskar Ástrós innilega til hamingju með sigurinn og að sjálfsögðu munum við birta uppskriftina að Piparsveinunum og helstu keppinautum hans hér á Matarvefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert