Girnilegar feðradagsgjafir

Girnilegar hugmyndir af feðradagsgjöfum má finna hér að neðan.
Girnilegar hugmyndir af feðradagsgjöfum má finna hér að neðan. mbl.is/samsett

Að eiga góðan pabba er vissulega gulls ígildi og gerir lífið svo miklu betra. Margir feður eru úrræðagóðir, ódýrari en leigubílar, fyrirgefa þótt maður sópi morgunkorni undir mottu og elska mann þrátt fyrir mislyndi og misgáfur. Já og segja það kannski upphátt að nýi kærastinn sé greinilega algjör auli. Þeir eiga því sannarlega allt gott skilið!

Á sunnudaginn er feðradagur og því frábært tækifæri til að knúsa og gleðja menn. Hér koma nokkrar góðar hugmyndir frá okkur á Matarvefnum - sem hugsum alltaf með maganum og sýnum því matarást í verki á sunnudaginn.

Stóra bókin um Sous vide eftir eftir einn fremsta matreiðslumann Íslands, Viktor Örn Andrésson. Bókin er væntanleg til landsins 23. nóvember en hana má kaupa í forsölu á Salka.is, prenta út kvittunina og setja slaufu utan um.

Súkkulaðikort! Þessi skemmtilegu kort frá Bast í Kringlunni með alls kyns skemmtilegum áletrunum og mismunandi bragði. Danskt hágæðasúkkulaði sem kætir. Verð: 790 krónur.

mbl.is/TM
mbl.is/TM

Lekker hitabrúsi í skíðaferðina 
Þennan fallega brúsa er ákaflega skemmtilegt að gefa og kannski dunk af góðu kakói með. Brúsinn fæst í Nettó og kostar 5.998 krónur.

mbl.is/TM

Pabbapakki úr kjötborðinu
Góð steik hittir marga feður beint í hjartastað. Því er tilvalið að kaupa góða steik og meðlæti, setja í bréfpoka og slaufu utan um. Lambakonfektið í Kjötkompaníi er til dæmis unaðslegt! 

Góðir hnífar gera meðalmann að kokki. Global-hnífarnir þykja með þeim bestu og fást í Húsgagnahöllinni en vissulega má gefa ódýrari hnífa eða steikarhnífapör.

Global hnífarnir eru virkilega góðir.
Global hnífarnir eru virkilega góðir. mbl.is/Global

Skemmtilegur upptakari sem færst í Snúrunni og kostar 2.790 krónur.

mbl.is/Snúran.is

Falleg ferðamál fyrir kaffiþyrsta pabba. Twins-ferðabollarnir eru úr keramiki með götugrafík af Reykjavík. Koma í tveimur litum, svörtu og hvítu, og fylgja svört sílikonlok með bollunum. Mjög skemmtileg og hentug stærð, 250 ml. Verð 3.490 í Dúku.

Hamborgarapressa! Frábær leið til að búa til sína eigin borgara með ýmsu kryddi og fyllingum og styrkja gott málefni um leið. Pressan fæst í netverslun Krabbameinsfélagsins og kostar 3.790 krónur.


mbl.is