Besta smjörkremið

Hnausþykkt og gott krem. Hér var bætt við matarlit.
Hnausþykkt og gott krem. Hér var bætt við matarlit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég er ekki hrifin af ofursætum kremum og mér finnst smjörkrem yfirleitt vera ansi væmið og ofsykrað. Þessi uppskrift er þó allt annað mál en leyndardómurinn er rjómaosturinn sem gefur kreminu góða áferð og vinnur gegn sætunni í flórsykrinum. Uppskriftina fékk ég hjá Þóru minni Sigurðardóttur, samstarfskonu hér á Matarvefnum. 

Það má vel bæta við bræddu súkkulaði, lakkríssírópi eða kaffi til að fá mokkakrem. Nú eða örlitlum matarlit! Ef kremið skilur sig við viðbæturnar getur verið að ekki sé nægilega mikið krem á móti viðbótinni en þannig má reyna að þeyta það aftur upp með meira kremi.

Smjörkrem Matarvefjarins: 

250 gr. saltað smjör
250 gr. flórsykur
120 gr. rjómaostur

Aðferð:
Þeytið smjörið vel upp (hafið það við stofuhita þegar þið hefjist handa). 
Sáldrið flórsykrinum rólega saman við. 
Bætið rjómaostinum (við stofuhita) saman við og þeytið vel.

Hér fóru nokkrir kaffidropar út í til að fá mokkabragð.
Hér fóru nokkrir kaffidropar út í til að fá mokkabragð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert