Hugguleg jólahræra í kakóið

Einfalt og smart – allt heitt kakó verður betra með …
Einfalt og smart – allt heitt kakó verður betra með þessum elskum! mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það þarf ekki að vera flókið til að vera gómsætt og lekkert. Við hundsum hér allar skírskotanir til þess að þessar huggulegu jólahrærur séu ákaflega líkar tannbursta en við notuðum klakabox eins og til eru á flestum heimilum til að gera herlegheitin.

200 g af súkkulaði duga fyrir um 8 stafi en það fer eftir stærðum klakaboxanna.

Þú þarft ekkert nema:
Klakabox
Dökkt súkkulaði (við notuðum lífrænt)
Jólastafi 

Bræðið súkkulaðið á vægum hita yfir vatnsbaði. Best er að  tempra það ef kunnáttan á heimilinu nær yfir slíkt.
Hellið því í klakabox og stingið stafnum ofan í.

Kælið og berið fram með heitu kakói, irish coffee eða kaffi. Hærurnar passa ákaflega vel með heitu kakói en þá kemur myntukeimur í drykkinn þegar hrærunni er stungið ofan í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert