Kokteilinn sem gerir eftirrétti óþarfa

Sturlað gott!
Sturlað gott! mbl.is/TM

Bailey's er ákaflega vinsæll líkjör og í raun sá mest seldi hérlendis. Líkjörinn er þó nokkuð sætur en hér er komin hin fullkomna leið til að fá aðeins meira "kikk" í drykkinn. Ég drekk aldrei viskí en átti flösku inni í skáp sem ég vildi koma í not. Útkoman var algjör sæla! 

Til að toppa snilldina bræddi ég dökkt súkkulaði og teiknaði mynstur með því á bökunarpappír og dreifði sjávarsalti yfir. Súkkulaðinu var svo skellt í kæli og notað til að skreyta kokteilinn þegar gesti bar að garði.

Einfaldur viskí (Ég notaði Monkey Shoulder)
Þrefaldur Bailey's
Sjávarsalt 
Dökkt súkkulaði 
Klaki 

Hellið Bailey's, viskí og klaka í kokteilhristara og hristið saman.
Berið fram með einum klaka og súkkulaðitopp.

Hver þarf eftirrétt þegar þetta er til?
Hver þarf eftirrétt þegar þetta er til? mbl.is/TM
mbl.is