Jólabollakökur með myntusúkkulaði

Myntusúkkulaðikökur með hnausþykku smjörkremi með rjómaostakeim.
Myntusúkkulaðikökur með hnausþykku smjörkremi með rjómaostakeim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þessar elskur eru ekki bara auðveldar heldur ákaflega góðar og mér finnst myntukeimurinn koma með jólalegt yfirbragð af einhverjum ástæðum. Ath., þetta er stór uppskrift svo hana má vel helminga.

Ég notaði svo sama súkkulaði og er í kökunni og hellti í jólakonfektmót til að gera skrautið.

Hér er svo uppskrift af guðdómlegu, einföldu og góðu kremi!

300 g hveiti 
300 g hrásykur 
200 g dökkt myntusúkkulaði (ég notaði lífrænt frá Green and Black's)
80 g ósætt kakó
1 ½ tsk. lyfti­duft 
1 ½ tsk. mat­ar­sódi 
1 tsk. salt 
2 egg 
250 ml mjólk 
125 ml olía (ég notaði kó­kosol­íu)
2 tsk. vani­llu­drop­ar 
150 ml soðið vatn

For­hitið ofn­inn í 175 gráður. 

Í stóra skál skal blandað sam­an sykri, hveiti, kakó, mat­ar­sóda, lyfti­dufti og salti. Hrærið þur­refn­un­um sam­an.

Næst fara egg­in, mjólk, olí­an og vanill­an sam­an við. Hrærið þessu vel sam­an. Að lok­um fer vatnið sam­an við. Deigið verður nokkuð þunnt.

Hellið deig­inu í formin og bakið 15-20 mín­út­ur eft­ir þykkt formanna. Gott er að nota prjón eða tann­stöng­ul til að stinga í tert­una. Hún er til­bú­in þegar prjónn­inn kem­ur deig­laus út.

Kælið kök­urnar í 10 mín­út­ur áður en kak­an er fjar­lægð úr mót­inu. Látið tert­una kólna al­veg áður en kremið er sett á en það má nota nán­ast hvaða krem­upp­skrift sem er.Þessar eru virkilega góðar.
Þessar eru virkilega góðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Súkkulaðiskrautið er fljótlegt í gerð en gefur kökunum mun skemmtilegra …
Súkkulaðiskrautið er fljótlegt í gerð en gefur kökunum mun skemmtilegra útlit. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is