Breyttu IKEA-eldhúsinu í meistaraverk

mbl.is/Reform

Eldhús getur verið mesta prýði heimilisins og oftar en ekki eyðir fólk formúgu ef það vill eitthvað aðeins öðruvísi. Er þá átt við eitthvað sem ekki er á öðru hverju heimili og fæst í sænska musterinu í Garðabæ, betur þekktu sem IKEA.

En hvað er hægt að fjárfesta í grunnskápum frá stórveldinu? Skápum sem hafa sannað gildi sitt svo um munar en í stað þess að velja hefðbundnar framhliðar er litið örlítið út fyrir kassann?

Danska fyrirtækið Reform sérhæfir sig í að hanna útpældar og ofursmart framhliðar og hefur fengið ólíka hönnuði til að hanna fyrir sig.

Útkoman er stórglæsileg og alls ekki það sem maður býst við þegar keyptar eru fjöldaframleiddar vörur.

Myndirnar tala sínu máli en hægt er að skoða vöruúrval Reform hér.

mbl.is/Reform
mbl.is/Reform
mbl.is/Reform
mbl.is/Reform
mbl.is/Reform
mbl.is/Reform
mbl.is/Reform
mbl.is