Brúðarterta sem lætur fólk falla í yfirlið

Kakan er stórkostlegt meistaraverk eins og sjá má.
Kakan er stórkostlegt meistaraverk eins og sjá má. mbl.is/Instagram

Kökur eru eins misjafnar og þær eru margar en við leyfum okkur að fullyrða að þessi kaka frá Le Novelle Cake-bakaríinu í Indónesíu sé það stórkostlegasta sem við höfum séð. Það tók fimmtán manns heilan mánuð að gera kökuna sem er eins og kastali í útliti.

Kakan var æt í gegn og vakti eðlilega mikla lukku meðal viðstaddra. Við leyfum okkur að fullyrða að enn hafi sambærileg kaka ekki litið dagsins ljós hér á landi en það er aldrei að vita.

Þangað til geta áhugasamir kynnt sér úrvalið á heimasíðu Le Novelle Cake.

Look how the shine for you #thegrandbudapestwedding #williamgracewedding

A post shared by HOUSE OF PHOTOGRAPHERS (@houseofphotographers) on Nov 6, 2017 at 3:59am PST

mbl.is