Versaladraumurinn sem sló í gegn

Versalakökurnar sem lentu í öðru sæti.
Versalakökurnar sem lentu í öðru sæti. mbl.is/Lífland

„Dálítið eins og að vera kominn til Versala,“ sagði Albert Eiríksson, einn dómaranna í smákökusamkeppni KORNAX, um kökurnar sem höfnuðu í öðru sæti. Þær eru agalega lekkerar eins og sagt er, með möndlum og kókos og passa sérlega vel með kampavíni.

Höfundurinn er Valgerður Guðmundsdóttir og hún var vel að verðlaunasætinu komin.

Versalakökur

 • 2 egg
 • 2 dl sykur
 • 4 dl kókos
 • ½ dl KORNAX-hveiti
 • 1 dl möndlur saxaðar m/hýði
 • 1 dl apríkósur saxaðar

Aðferð:

 1. Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.
 2. Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju.
 3. Setjið deigið á plötu með tveimur skeiðum, ca 1 tsk hver kaka.
 4. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.

Ofan á kökur:

 • 150 g hvítir súkkulaðidropar

Aðferð:

 1. Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar.

Höfundur: Valgerður Guðmundsdóttir

Albert Eiríksson og Tobba Marínós voru meðal dómara í kepninni.
Albert Eiríksson og Tobba Marínós voru meðal dómara í kepninni. Haraldur Jónasson / Hari
mbl.is