Hvar eru ljósin?

Hér má sjá ljósin góðu.
Hér má sjá ljósin góðu. mbl.is/MAR

Veitingastaðurinn MAR hefur ákveðið að skipta um nafn og heitir núna RIO. Það er kannski ekkert óeðlilegt þar sem töluverðar breytingar eiga sér stað um þessar mundir þar sem áherslan verður á suðurameríska matargerð með asísku tvisti.

Það er Aníta Ösp Ingólfsdóttir sem er yfirkokkur RIO en byrjað er að keyra nýjan matseðil og verið er að breyta staðnum þó að ekki verðir farið í yfirgripsmiklar breyingar. Það var HAF hönnunarstúdíó sem átti heiðurinn af hönnun MAR og það voru ekki síst netakúluljósin sem vöktu gríðarlega athygli. Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir að búið er að skipta um ljós og samkvæmt heimildum Matarvefsins er sannarlega búið að taka þau niður en samkvæmt heimildium er ekki búið að ákveða hvað gert verður við þau.

Nýir rekstraraðilar hafa jafnframt tekið við rekstrinum en það eru þeir Ásbjörn Jónsson, Magnús Már Haraldsson og Fannar Geir Ólafsson sem annast nú reksturinn ásamt Eldingu.

Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumeistari ásamt ljósunu góðu.
Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumeistari ásamt ljósunu góðu. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert