Grilluð lambasteik með sesam og appelsínu

Góð steik er gulli betri og í aðdraganda aðventunnar er sérlega viðeigandi að gæða sér á gómsætu lambakjöti. Þessi uppskrift er algjört æði. Hún er skemmtilega hefðbundin en samt algjörlega öðruvísi. Ef þig langar að slá í gegn þá býður þú upp á þessa perlu.

Grilluð lambasteik með sesam og appelsínu

  • 200 g lambasteik
  • 2 msk. sesamolía
  • 1 msk. sesamfræ
  • 1 appelsína, börkur og safi
  • 1 msk. ostrusósa
  • 1 romaine-salathaus
  • ½ appelsína
  • 3 msk. chili-olía

Aðferð:

  1. Blandið kjöti ásamt sesamolíu, sesamfræjum, appelsínuberki, appelsínusafa og ostrusósu og marinerið í a.m.k. 10 mín. Grillið eða steikið í 2 mín. hvora hlið.
  2. Skerið romaine langsum, penslið með chili-olíu og grillið í u.þ.b. 1 mín. á hvorri hlið. Skerið appelsínu í báta, penslið með olíu og grillið í 2 mín. á meðalhita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert