Jólagranóla með trönuberjum og pekanhnetum

Fallegt er að bæta nokkrum þurrkuðum eplum og trönuberjum með …
Fallegt er að bæta nokkrum þurrkuðum eplum og trönuberjum með í krukkuna til að skreyta. mbl.is/Tobba Marinósdóttir

Jólamorgnarnir verða mun notalegri þegar þetta gúmmelaði er til á heimilinu. Ekki er verra að setja granólað í fallega krukku og gefa sem jólagjöf eða lauma að gestgjafanum í næsta matarboði. 

Inni­halds­efni
2 stórir og vel þroskaðir ban­anar
8 msk. kó­kosol­ía eða avocado-olía
1 msk. vanillu­es­sens
1/2 tsk. salt, dreg­ur fram sæt­una úr ban­ön­un­um
200 gr. trölla­hafr­ar
100 gr. kó­kos­flög­ur
100 gr. saxaðar hnet­ur, t.d. pek­an- eða val­hnet­ur
2 msk. chia-­fræ
4 msk. hör­fræ
100 g þurrkuð epli, söxuð
50 g söxuð trönuber
2 msk. kanill 

Leiðbein­ing­ar

Stappið ban­anana vel og hrærið bræddri kó­kosol­íu, kanil og vanillu­es­sens sam­an við (þetta er hægt að gera í blandara). Setjið blönd­una til hliðar.

Blandið öll­um hinum inni­halds­efn­un­um sam­an í skál.

Hellið ban­ana­blönd­unni sam­an við og blandið vel sam­an með hönd­un­um. Bland­an á að loða létt sam­an. Ef hún loðir nán­ast ekk­ert sam­an þarf aðeins meiri ban­ana og olíu­blöndu.

Dreifið blönd­unni yfir bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu. Passið að rús­ín­ur eða þurrkaðir ávext­ir standi ekki upp úr held­ur séu þakin blönd­unni, ann­ars brenna þau.

Bakið neðarlega í ofn­in­um á 180 gráðum í 25 mín­út­ur eða þar til bland­an verður gyllt og stökk (verður enn stökk­ari við að kólna). Gott er að hræra 2-3 sinn­um í blönd­unni yfir bök­un­ar­tím­ann. Mér finnst best að slökkva svo bara á ofninum og láta granóla kólna yfir nótt.

Ef granólað er ekki nægilega stökkt þarf að baka það lengur!

Kælið og geymið í loftþétt­um umbúðum.

Fremri krukkan er úr IKEA en sú aftari úr Fjarðarkaupum.
Fremri krukkan er úr IKEA en sú aftari úr Fjarðarkaupum. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert