Kjúklingapasta sem rífur í

Girnilegt og gómsætt.
Girnilegt og gómsætt. mbl.is/Ljúfmeti og lekkerheit

Það er fátt betra en gott kjúklingapasta og hvað þá ef það er örlítið öðruvísi en maður á að venjast úr ítalska eldhúsinu. Það er Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn af þessari uppskrift en við elskum samsetninguna og bragðgæðin sem það býður upp á. Svo vitum við auðvitað að það er gott enda myndi Svava seint elda eitthvað óætt.

Kjúklingapasta sem rífur í

(uppskrift fyrir 4)

  • 600 g kjúklingabringur
  • 1 tsk. sambal oelek
  • ½ msk. rifið engifer
  • 1 hvítlauksrif
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 1 lime
  • 3 msk. balsamik edik
  • ½ sítróna
  • 1 hvítlauksrif
  • 2 msk. hunang
  • 250 g spaghettí (ekki soðið)

Aðferð:

  1. Skerið kjúklingabringurnar í bita. Setjið sambal oelek, engifer, pressað hvítlauksrif og ólífuolíu í poka. Rífið hýðið af lime-inu og setjið í pokann, skerið það svo í tvennt og pressið safann líka í pokann. Kryddið með salti og pipar. Bætið kjúklingabitunum í pokann og látið marinerast í 30 mínútur.
  2. Steikið kjúklinginn með allri marineringunni. Bætið balsamik ediki, sítrónusafa, pressuðu hvítlauksrifi og hunangi á pönnuna og látið allt sjóða saman þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  3. Sjóðið spaghettí og bætið saman við kjúklinginn (það er gott að setja smá af pastavatninu með). Berið fram með salati.
Svava varar við að sósan geti rifið í.
Svava varar við að sósan geti rifið í. mbl.is/Ljúfmeti og lekkerheit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert