Alvöru bragð af Mexíkó

Girnilegt...
Girnilegt... mbl.is

Alexis Tavera hjá Taquería La Poblana kokkar mat frá heimalandi sínu Mexíkó. „Við erum hér með heimalagað salsa sem við búum til á hverjum morgni og breytum á hverjum degi einhverju, því við bjóðum upp á nýja rétti daglega,“ segir Alexis. „Við erum með grunnrétti, rétti sem fólk spyr alltaf um, eins og taco. En við erum með um fimmtíu uppskriftir sem við vinnum með en bjóðum upp á 4-5 rétti daglega. Taco er vinsælast.“

Aðeins átta fermetrar eru til umráða hjá strákunum í La Poblana en þeir nýta þá vel.

„Við værum til í meira pláss en það dugar. Það er brjálað að gera. Fólk elskar mexíkóskan mat, alvöru mexíkóskan mat!“

Carnitas

Fyrir 4-6

  • 450 g svínalæri, skorið í litla bita
  • 250 g svínarif, tekið í sundur þannig að 2-3 rif séu saman
  • ¼ laukur, skorinn
  • 2 hvítlauksrif
  • sjávarsalt
  • 4 msk. svínaspekk
  • ½ bolli mjólk
  • ½ bolli ferskur appelsínusafi
  • 12 tortillur
  • radísur, kóríander og bátar af lime

Aðferð:

  1. Setjið kjötið í pott og vatn þannig að fljóti yfir. Bætið þá við lauk, hvítlauk og smá salti. Látið suðuna koma upp og lækkið svo og látið malla í klukkutíma eða þar til kjötið er orðið meyrt. Takið kjötið úr pottinum og setjið á skurðarbretti.
  2. Bræðið svínaspekkið í potti yfir miðlungshita. Þegar það er orðið heitt, bætið kjötinu út í. Þegar það byrjar að steikjast, bætið út í mjólk og appelsínusafa. Eldið í 20-30 mínútur þar til pannan er þurr og kjötið gullinbrúnt. Sigtið vökvann frá, skerið kjötið á brettinu (hendið beinum) og berið fram með tortillum, kóríander og radísum. Kreistið lime yfir.
Taquría La Poblana nýtur mikilla vinsælda.
Taquría La Poblana nýtur mikilla vinsælda. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert