Matarkassar slá í gegn

Fullkomið kvöld?
Fullkomið kvöld? mbl.is/TM

Eins og margir matarunnendur skoða útsendarar Matarvefjarins gaumgæfilega í kæla flestra matvöruverslana í viku hverri í þeirri von að eitthvað nýtt og spennandi sé þar að finna. Í síðustu viku rákumst við á sérlega Matarkassa sem innihalda allt sem þarf í góða máltíð fyrir 2-3. 

Við nánari athugun kom í ljós að þú átt aldrei að þurfa að sækja þér verkfæri til eldunar, það er að segja allt er skorið og tilbúið í ofninn eða pönnuna. Sambýlismaður undirritaðrar er nokkuð óttasleginn við eldhúsið og verður í raun bandillur ef ég segi honum „að smakka“ eitthvað til. Hann er raunvísindamaður og vill mælieiningar og fer svo nákvæmlega eftir uppskriftum að það hefur jaðrað við skilnað. Til að gera langa sögu stutta er sambýlismaðurinn farinn að elda af miklu öryggi með tilkomu kassanna. 

Í ljósi þessarar breytingar á heimilinu var haft samband við Gunnar Egil Sigurðsson hjá Samkaupum í þeirri von að fleiri tegundir væru á leiðinni. „Það er vaxandi hópur fólks sem leitar í tilbúnar lausnir og fljótlega eldamennsku. Réttirnir svara þessum þörfum samhliða því sem þeir bjóða fólki að eigna sér eldamennskuna og standa undir vaxandir kröfum sem gerðar eru til útivinnandi heimiliskokka. Í dag eru aðeins komnir fram 4 réttir en stefnt er á að þeim fjölgi hratt á næstunni,“ segir Gunnar en réttirnir rokseljast. Hann segir þörfina vera skýra, allir vilji borða vel en tími og kunnátta sé mismikil.

„Verðpunkturinn er líka góður, eða um 2.998 kr. Skammturinn af hversdagsmáltíð sem er mjög ríflegur.  Í dag erum við með einn hátíðlegri bakka með nautasteik og hann er aðeins dýrari.“

Gunnar segist vera spenntur fyrir þeirri vöruþróun sem fyrirtækið sé í og von sé á fleiri góðum réttum innan skamms.  Réttirnir hafa aðeins verið á markaðnum í rúma viku og þeim hefur verið tekið einstaklega vel, enda fjölbreytnin mikil.  „Þarna er oriental wok-réttur, mangó-kjúklingur, nautasteik og síðast en ekki síst lamb í indversku karrý fyrir þá sem þora.“

Réttirnir eru samstarfsverkefni Nettó og Hollt og gott.
Réttirnir eru samstarfsverkefni Nettó og Hollt og gott. mbl.is/TM
Nautasteik með tilheyrandi verður snædd í kvöld. Ég hef þó ...
Nautasteik með tilheyrandi verður snædd í kvöld. Ég hef þó hugsað mér að steikja spergilkál og sveppi með. mbl.is/TM
mbl.is