Fáðu Holtið heim um jólin

Friðgeir Ingi Eiríksson.
Friðgeir Ingi Eiríksson. mbl.is/Facebook

Hvað á að gefa þeim sem á allt – en elskar mat? Við fundum svarið þegar við rákumst á þessar gjafaöskjur sem Friðeir Ingi Eiríksson og félagar á Holtinu hafa sett saman og eru að selja fyrir jólin. Þetta þykir okkur stórsnjöll útfærsla en vinsælt er að gefa alls kyns matarkörfur fyrir jól og flokkast þessi askja klárlega sem lúxus.

Að sögn Friðgeirs seldust öskjurnar upp fyrir síðustu jól þannig að matgæðingar hafa greinilega kunnað gott að meta. 

Hver askja er hugsuð fyrir fjóra og innihaldið er: 

  • Foie gras
  • Þurrkað brauð með apríkósum og trönuberjum
  • Rifsberjasulta
  • Bleikjuhræra
  • Andalæra „rillet“
  • Graflax og hunangssinnepssósa
  • Jólapopp

Öskjurnar kosta 9.900 krónur en hægt er að bæta við tagliatelle, truffluolíu og trufflusmjöri fyrir þrjú þúsund krónur aukalega en þetta er hægt að kaupa á veitingastað Friðgeirs, Gallery Restaurant á Hótel Holti. 

- - -

Við erum í gjafastuði í desember og ætlum að gefa eina öskju á Facebook síðunni okkar. Dregið er úr vinahópnum þannig að „lækaðu" Matur á mbl og þú átt möguleika.

Öskjurnar eru í fallegum umbúðum.
Öskjurnar eru í fallegum umbúðum. mbl.is/Gallery Restaurant
mbl.is