„Ég er með meðlætisblæti“

Helga Mogensen
Helga Mogensen Ásdís Ásgeirsdóttir

„Ég er mikið með grænmeti, mér finnst það alveg nauðsynlegt. Þetta er æðislegt meðlæti með hnetusteik og kjöti. Ég er með meðlætisblæti,“ segir Helga Mogensen og hlær. Helga er kokkur og eigandi Kræsinga Frú Mogensen og gefur hér lesendum uppskrift að dásamlegu meðlæti með jólamatnum.

„Í staðinn fyrir að hafa hundrað skálar, þá blanda ég þessu saman. Og set kannski geitaost yfir. En mín fjölskylda er annað hvort með lamb eða eitthvað villt, og svo þetta góða meðlæti og góða sósu,“ segir Helga sem nýtur jólanna og ekki síður aðventunnar.

„Jólin eru svo dásamleg vegna barnabarnanna, þau eru svo gefandi. Svo á jóladag er alltaf frídagur hjá mér, ég er ein heima á náttfötum og þvertek fyrir það að fara í jólaboð þann dag,“ segir hún. „Annars er ég meiri aðventukona. Aðdragandi jólanna er mikilvægari en jólin sjálf, að kveikja á kertum, hita kakó og hitta vinina. Það er alveg stórkostlegt.“

Jólasalat með bökuðu grænmeti

Fyrir 4

  • 2 meðalstórar rauðrófur, skrældar og skornar í munnbita
  • 2 stk sætar kartöflur skrældar og skornar í munnbita
  • 8 stk kartöflur, þvegnar og skornar í munnbita
  • 5 stk steinseljurætur, skrældar og skornar í bita

Komið fyrir í ofnskúffu og stráið því næst yfir:

  • 2 tsk grófu salti
  • 2 msk ólífuolíu

Bakið í ofni 190°C í 40-50 mín. eða þar til að grænmetið er mjúkt. Bætið út í salatið:

  • granatepli, skorið til helminga og fræin slegin úr yfir
  • 2 msk fetaostur (eða annar ostur)
  • 200 gr bláber

Salatlögur

  • 50 ml appelsínusafi
  • 2 msk olífuolía
  • 1 tsk gróft salt
  • ½ tsk garam masala

Aðferð:

  1. Hristið vel saman.
  2. Blandið grænmetinu vel saman og hellið sósunni yfir rétt áður en það er borið fram. Skreytið með berjunum og ostinum.
  3. Einnig er hægt að setja smá saxaða myntu. Njótið með hvaða jólamat sem er.

Hasselback butternut grasker

Fyrir 4-6 manns

  • 1 meðalstór grasker

Skrælið og skerið í tvennt og fræhreinsið. Setjið í ofnskúffu í heitan ofninn og bakið í 15 mín. á 190°C. Þarna er graskerið orðið mjúkt og auðvelt að skera þéttar rifurnar í kjötið en ekki skera í gegn.

Þeytið saman:

  • 100 ml olíu
  • 1 msk salt sléttfull
  • 1 tsk pipar
  • 1 msk hunang
  • 1 tsk gott sinnep
  • 2 tsk sweet chillisósa
  • 1 msk salvíu krydd
  • 2 tsk tímían

Aðferð:

Penslið vel yfir grænmetið og niður í raufirnar. Setjið aftur inn í ofninn og nú er gott að setja 200 ml vatn í ofnskúffuna og baka 15 mín lengur. Núna ætti graskerið að vera tilbúið. Skreytið með söxuðum pekanhnetum og smátt söxuðum chilli og mögulega aðeins meira salti.

Helga Mogensen Helga vill njóta að- ventunnar og jólanna með …
Helga Mogensen Helga vill njóta að- ventunnar og jólanna með fjölskyldu og vinum en fá algeran frið ein á jóladag Ásdís Ásgeirsdóttir
Jólamatur Helgu Mogesen Hefðir „Á jóladag eru engin jólaboð en …
Jólamatur Helgu Mogesen Hefðir „Á jóladag eru engin jólaboð en í hádeginu skapast á heimilinu dönsk stemning með girnilegum samlokum, salötum, síld og bjór, fyrir þá sem vilja,“ segir matgæðingurinn Helga Mogensen. „Klæðnaðurinn er jólanáttfötin og ullarsokkarnir fram eftir degi og dagurinn fer í bóklestur og slökun. “ Árni Sæberg
Jólamatur Helgu Mogesen Hefðir „Á jóladag eru engin jólaboð en …
Jólamatur Helgu Mogesen Hefðir „Á jóladag eru engin jólaboð en í hádeginu skapast á heimilinu dönsk stemning með girnilegum samlokum, salötum, síld og bjór, fyrir þá sem vilja,“ segir matgæðingurinn Helga Mogensen. „Klæðnaðurinn er jólanáttfötin og ullarsokkarnir fram eftir degi og dagurinn fer í bóklestur og slökun. “ Árni Sæberg
Jólamatur Helgu Mogesen Hefðir „Á jóladag eru engin jólaboð en …
Jólamatur Helgu Mogesen Hefðir „Á jóladag eru engin jólaboð en í hádeginu skapast á heimilinu dönsk stemning með girnilegum samlokum, salötum, síld og bjór, fyrir þá sem vilja,“ segir matgæðingurinn Helga Mogensen. „Klæðnaðurinn er jólanáttfötin og ullarsokkarnir fram eftir degi og dagurinn fer í bóklestur og slökun. “ Árni Sæberg
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert