Sætkartöflumús með piparosti

Guðdómleg sætkartöflumús.
Guðdómleg sætkartöflumús. mbl.is/TM

Sætkartöflumús er ákaflega vinsæl yfir hátíðirnar og hentar sérstaklega vel með kalkúni sem dæmi. Hér er komin fullorðinsútgáfa sem rífur örlítið í enn piparosturinn á hér stórleik.

1 kg sætar kartöflur
1 piprostur 
2 dl matreiðslurjómi 
1/2 tsk. sjávarsalt 

Afhýðið kartöflunar og sjóðið uns mjúkar.
Hellið vatninu af.
Skerið ostinn smátt og setjið í pottinn með rjóma og salti. Sklökkvið undir og maukið með töfrasprota eða kartöflustappara. Gott er að toppa músina með söxuðum pekanhnetum.

mbl.is