Kartöflurnar sem bjarga jólunum

Nú geta landsmenn tekið gleði sína því ljóst er að …
Nú geta landsmenn tekið gleði sína því ljóst er að enginn kartöfluunnandi fer í jólaköttinn í ár. mbl.is

Kartöflur eru ein meginuppistaðan í flestum alvörumáltíðum og þá ekki síst um jólin. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri að matreiða þær svo að sómi sé að og því fóru margir í kollhnís af gleði þegar Þykkvabæjar settu á markað bæði forsoðnar kartöflur í jafning eða uppstúf eins og sumir kalla hann og brúnaðar kartöflur.

Það er nefnilega töluverð kúnst að gera jafning (uppstúf) og brúna kartöflur því það vita þeir sem það hafa reynt að sykurinn brennur auðveldlega. Það er því hreinasta búbót að geta fengið vöruna tilbúna með þessum hætti.

Í samtali við Matarvefinn segir Marteinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Þykkvabæjar, að gerð hafi verið tilraun með þessar vörur fyrir jólin í fyrra og ljóst á viðtökunum að mikil spurn var eftir þessu. „Það er greinilegt á viðtökunum og við finnum það að þetta er eitthvað sem ansi marga vantar. Að geta fengið hágæðavöru tilbúna í pottinn án nokkurrar fyrirhafnar. Fólk þekkir líka vörurnar og veit að við sláum ekkert af gæðunum. Við notum alvörusmjör og mjólk og styttum okkur hvergi leið,“ segir Marteinn og bætir við að íslenska kartaflan sé úrvalsvara sem slái erlendri samkeppni við að flestu leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert