Svona losnar þú við pöddur úr jólatrénu

Þetta tré var á leiðinni upp í Háskóla Íslands. Ætli …
Þetta tré var á leiðinni upp í Háskóla Íslands. Ætli það hafi verið sett í bað? Eggert Jóhannesson

Nú eru landsmenn í óðaönn við að setja upp jólatré með tilheyrandi gleði. Það getur þó ýmis óværa leynst í trjánum sem sumum finnst frábært en öðrum ekki.

Við leituðum ráða á dögunum hjá Steinunni Reynisdóttur, garðyrkjufræðingi hjá Garðheimum sem gaf okkur ýmis góð ráð um meðferð lifandi jólatrjáa.

Hún talaði jafnframt um gagnleiðir til að losna við skordýr og önnur lifandi kvikindi sem geta leynst í trjánum en hún segir lykilatriði að setja tréð í bað (nú eða sturtu) og skola þannig vel af því. Það fjarlægi óværuna - að minnsta kosti að miklu leiti auk þess sem það hjálpi trénu að aðlagast hitabreytingum.

Þannig að tréð í sturtu gott fólk... nú eða bað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert