Kökurnar sem kallast nafli alheimsins

Nafli alheimsins heita þessar girnilegu smákökur.
Nafli alheimsins heita þessar girnilegu smákökur. Haraldur Jónasson / Hari

Við höldum áfram að deila uppskriftum úr smákökusamkeppni ársins sem að KORNAX stóð fyrir í nóvember. Við erum enn að jafna okkur á þeirri veislu enda var af nógu að taka. Þessar vöktu athygli - þó ekki síst fyrir frumlega nafngift en uppskriftin er nokkuð einföld og klárlega eitthvað sem allir ættu að ráða við. Það er Aðalsteinn G. Gestsson sem er höfundur uppskriftar.

Nafli alheimsins

  • 220 g smjör við stofuhita
  • 1 dl púðursykur
  • ½ dl sykur
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 egg
  • 5 dl KORNAX hveiti
  • 1 pakki Royal búðingur – vanillu
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 1 poki súkkulaðidropar


Ofan á kökur:

  • Síríus súkkulaðismjör með heslihnetum
  • Síríus Pralín súkkulaði með karamellu
  • sjávarsalt
  • Síríus Konsum súkkulaði (bráðið)

Aðferð:

  1. Þeytið smjör og sykur saman
  2. Bætið við vanillu og eggi
  3. Bætið þurrefnum saman við.
  4. Mótið kúlur, súkkulaðismjörið fer inn í kúlurnar. Pralín súkkulaði og sjávarsalt fer ofan á kúlurnar.
  5. Bakið við 180°C í ca. 15 mínútur.
  6. Bræðið súkkulaði og látið renna af skeið ofan á kökurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert