Þrjár óvæntar sprengjur á jólakjötmarkaðinn

Eins og lesendur hafa að öllum líkindum orðið varir við gerðum við viðamikla bragðkönnun á hangikjöti og hamborgarhrygg á dögunum sem hefur varkið stormandi lukku meðal landsmanna.

Kjarnafæði átti þó eftir að bætast í hópinn og því var mannskapur ræstur út aftur í bragðkönnun og ekki var annað að sjá en að almenn ánægja væri með kjötið enda er hangikjötið virkilega vel heppnað á meðan hamborgarhryggurinn er öruggur eins og góður Volvó á vetrardekkjum.

Kofareykt norðlenskt hangikjöt: Virkilega bragðgott kjöt með fínu eftirbragði. Í góðu jafnvægi og skemmtilega bragðmikið og gott. Nokkuð dökkt á litinn og skemmtilega áferðarfallegt.

Norðlenskt taðreykt hangikjöt: Bragðmikið en þó með áhugaverðum keim sem er klárlega eitthvað fyrir hangikjöts-unnendur. Ljósara en kofareykta kjötið og með áhugaverðu eftirbragði sem erfitt var að bera kennsl á. Ekki endilega allra en þó öruggt val fyrir þá sem vilja alvöru hangikjötsbragð.

Hamborgarhryggur frá Kjarnafæði: Dáldið þurr en í góðu jafnvægi og mjög öruggur í alla staði. Skín sérlega skært með góðri glasseringu og bragðmiklu meðlæti. Gott kjöt í alla staði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert