Gómsæt hátíðarrjúpa og meðlæti

Jói Fel veiðir sinn jólamat sjálfur.
Jói Fel veiðir sinn jólamat sjálfur. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Það eina sem ég hugsa um fyrir jólin er matur. Sem betur fer eru jólin orðin svo löng að ég tek allan desember og langt fram yfir áramót í þetta. Ég fer mikið út að borða og hugleiði hvað ég ætla að hafa í matinn. Það eru mínar jólahefðir,“ segir Jói og bætir við að hann sé þó fastheldinn þegar kemur að jólasteikinni.

„Jólamaturinn sjálfur er alltaf eins, það má ekkert breyta honum enda hefur hann verið eins í 50 ár. Það er hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. En sem betur fer eru jólin orðin lengri og þess á milli elda ég rjúpur og villibráð og reyni að gera skemmtilega jólahefð úr því.“

Jói segist gjarnan elda rjúpur annan í jólum, eða þegar jólin lenda í kringum helgi.„Þá höfum við þetta á milli jóla og nýárs. Fyrir mér eru rjúpur nefnilega ekki jólamatur, heldur hátíðarmatur,“ bætir Jói við, en hann skellti sér einmitt á veiðar fyrir þessi jól. „Ég hef lengi stundað veiðar, en síðustu 15 ár hef ég verið alveg sjúkur og skýt allt sem hreyfist,“ segir Jói og hlær. „Eða allt sem má skjóta réttara sagt.“

Bak­ara­meist­ar­inn Jói Fel veiðir sjálf­ur jóla­mat­inn og seg­ir að hann bragðist miklu bet­ur ef hann geri það. Hér er hann með upp­skrift að létteldaðri rjúpu. 

Léttelduð rjúpa

Rjúp­an er ham­flett og bring­urn­ar skorn­ar frá bein­um, hreinsið inn­an úr rjúp­unni.

Soð
  • Bein og inn­mat­ur úr 10 rjúp­um
  • 1 stk. stór lauk­ur
  • 2 gul­ræt­ur
  • 15 stk. eini­ber
  • garðablóðberg, sirka 2-3 stór­ar grein­ar
  • salt og pip­ar

Best er að brjóta bein­in niður svo betra sé að steikja þau. Brúnið bein, inn­mat, lauk og gul­ræt­ur þar til góð brún skán er kom­in á bein­in. Setjið þá eini­ber og garðablóðberg sam­an við og kryddið vel. Ekki spara pip­ar­inn.

Hellið vatni vel yfir bein­in og sjóðið í u.þ.b. 2-3 klst. við lág­an hita. Muna að fleyta öll­um sora frá á meðan þetta er soðið. Sigtið svo soðið, ég tek það svo oft í gegn­um grisju ef það er mjög grugg­ugt.

Sósa
  • ½ l soð
  • ½ l rjómi
  • ca 1 msk. gráðaost­ur
  • 1-2 tsk. rifs­berja­sulta
  • salt og pip­ar
  • sérrí (ef vill)

Setjið soðið í pott og látið suðuna koma upp, hellið þá rjóm­an­um sam­an við og látið suðuna aft­ur koma upp. Kryddið þá með gráðaosti, rifs­berja­sultu, salti og pip­ar. Sjóðið áfram í 2-3 mín­út­ur. 2-3 msk. af góðu sérríi skemma svo ekki fyr­ir.

Steikt­ar kart­öfl­ur
  • 2 bök­un­ar­kart­öfl­ur

Flysjið kart­öfl­urn­ar og skerið í litla ten­inga. Steikið upp úr smjöri og smá­ol­íu. Saltið og piprið vel, brúnið þær vel þar til fulleldaðar. Gott er að hita kart­öfl­urn­ar upp í ofni áður en born­ar fram ef þær eru til­bún­ar löngu áður.

Brúnaðar per­ur
  • 2 per­ur
  • 2 msk. smjör
  • 2-3 msk. syk­ur
  • 1 tsk. kanill

Flysjið per­urn­ar og skerið í báta, ca 8 stk. úr einni peru.

Setjið smjör á pönnu og steikið per­urn­ar í ca 2 mín­út­ur og veltið þeim vel upp úr smjör­inu. Setjið þá syk­ur og kanil sam­an við og látið syk­ur­inn leys­ast vel upp í smá kara­mellu.

  • Waldorf-sal­at
  • 2 stk. græn epli
  • 2 dl rjómi
  • 1 tsk. syk­ur
  • ca 15 stk. dökk vín­ber

Skerið epl­in í bita, þeytið rjómann með sykri og setjið sam­an við epl­in. Skerið vín­ber­in niður og blandið sam­an við. Svo setja sum­ir val­hnet­ur sam­an við ef þess er óskað.

Steik­ing­in
  • Rjúpu­bring­ur
  • salt og pip­ar
  • smjör
  • garðablóðberg
  • rifs­ber eða blá­ber

At­hugið að allt þarf að vera til­búið áður en steik­ing­in fer fram; sósa, kart­öfl­ur og meðlæti.

Setjið vel af smjöri á pönnu og hitið vel eða þar til smjörið er hætt að freyða. Setjið þá bring­urn­ar á pönn­una ásamt blóðberg­inu og berj­un­um. Kryddið með salti og pip­ar. Passið að steikja ekki leng­ur en ca 1 mín­útu á hvorri hlið (stund­um minna).

Takið svo til hliðar og setjið í eld­fast mót, setjið allt sem er á pönn­unni yfir bring­urn­ar. Setjið í 180°C heit­an ofn í 5-6 mín­út­ur (kjarn­hiti 52-54°C). Látið svo standa í u.þ.b. 3 mín­út­ur – það er kannski tím­inn sem tek­ur að leggja allt sam­an á borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert