Ferskur aspas með ostasósu

Halla bára kann þetta.
Halla bára kann þetta. mbl.is/MS

Matarbloggarinn Halla Bára Gestsdóttir á gottimatinn.is mæ´lir með þessum djúsí aspasrétt sem forrétt í næsta boð enda ákaflega boðlegt!

Ferskur aspas með ostasósu

1 búnt ferskur aspas, snyrtur og endar skornir af
2 msk. smjör
75 g hveiti
5 dl mjólk
1 tsk. gott sinnep
½ tsk. worcestershiresósa
½ tsk. salt
½ tsk. svartur pipar
3½ dl rifinn ostur, t.d. Óðals, Cheddar, parmesan eða annar góður ostur

Aðferð: Hitið ofn í 200 gráður. Raðið aspasinum á smjörpappír sem er á ofnplötu eða í eldfast mót, ekki of hátt. Flott að raða honum í tvær raðir þar sem skornir endarnir lenda saman.

Bakið upp sósuna: Bræðið smjör, hrærið hveiti saman við smjörið í nokkrum hlutum og úr verður hveitibolla. Hellið mjólk saman við í nokkrum hlutum og hrærið stanslaust, jafnt og þétt þar til úr verður hvítur jafningur, kekkjalaus og mjúkur. Tekur 2-3 mínútur og látið suðuna halda sér. Kryddið. Setjið rifinn ost saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn.

Hellið sósunni yfir miðju aspassins og stráið smávegis af rifnum osti yfir. Setjið í ofn í um 10 mínútur eða þar til aspasinn er eldaður í gegn og osturinn gullinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert